<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 28, 2004

Má ég bjóða gestum og gangandi að ganga í bæinn. Myndir af nýja pleisinu eru nú komnar á netið og húsið er opið fyrir þá sem vilja kíkja í heimsókn. Annars er þetta nú bara basic þar sem það er ekkert komið inn ennþá. Ég eyddi gærdeginum með Finn að kaupa svona það nauðsynlegasta í búið auk þess sem hann lánaði mér fold out bed til að eyða fyrstu nóttunum í þangað til að ég finn mér betra rúm. En allt annað sem ég þarf er komið, það er rafmagn og rennandi vatn, diskar og eldunargræjur o.s.frv. Stefnan er svo bara tekin á að sofa mína fyrstu nótt þarna í kvöld og mæta vonandi hress í skólann á mánudaginn. Svo gengur þetta eins og þetta gengur, bæti við hér og þar ef ég sé eitthvað sem mér líkar.

Í Fortitude Valley, sem er hverfi sem er í cirka 20 mín göngufjarlægð frá mér, eru alltaf opnir markaðir um helgar þar sem er verið að selja ýmsa hluti og oft hægt að gera góð kaup. Það er líka stór verslunarkjarni í cirka 10 mín göngufjarlægð frá mér svo ekki sé minnst á öll kaffihúsin og hitt og þetta sem ég á eftir að finna. Þegar ég verð búinn að fóðra íbúðina aðeins betur með húsgögnum þá býð ég aftur í heimsókn þannig fylgist bara með og ég læt ykkur vita.



föstudagur, febrúar 27, 2004

Kíkti niður í skóla í dag á einhvern post grad intro session. Það var nú bara það same old same old og búið er verið að fóðra mann á í þessum endalausum getting started o.s.frv. tímum en í dag lýkur sem sagt orientation week hjá UQ. Miðað við þá tíma sem ég er skráður í eru mánudagar svo sannarlega til mæðu en þá er ég í skólanum frá kl 8-21:00 á kvöldin. Hinir dagarnir eru frekar rólegir á móti en því miður enginn frídagur og föstudagar eru frá 8-14:00.

Eftir fundinn í dag þá þurfti ég að skreppa til leigusalans og ná í lyklanna að íbúðinni, borga trygginguna og fyrirfram leigu. Leigusalinn er staðsettur í hverfi sem heitir Clayfield sem er nú soldinn spotta frá UQ og jafnvel New Farm þannig minn þurfti nú aðeins að spila á almenningssamgöngurnar eftir eyranu. Samgöngurnar eru bara nokkuð góðar hérna, nóg af ferðum og leiðirnar skila sér vel en allt fer í gegnum miðbæinn þannig yfirleitt þarftu að taka fyrst vagn þangað og svo þangað sem þú þarft að fara svo. Hér hafa líka almenningssamgöngur forgang og er jafnvel búið að byggja sér hraðbrautir fyrir þá þar sem þeir sleppa við að sitja fastir í traffíkinni á morgnanna og eftirmiðdaginn þegar það er "rush hour". EN........það hafa verið deilur í gangi núna um kjaraskerðingu hjá vagnstjórunum þannig þeir taka stundum upp á því að sleppa því að vinna með stuttum fyrirvara og þannig var það í dag þannig ég sat fastur á UQ campusnum og klukkutími þangað til að vagnstjórarnir ætluðu að byrja að vinna aftur. Ég dó nú samt ekki ráðalaus og ákvað að skunda yfir þveran og endilangann campusinn og húkka far með Borgarkettinum (City Cat) sem er sumsé ferjan sem siglir hérna á Brisbane fljótinu og ég kem til með að taka í skólann á hverjum morgni. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hafði farið með henni og leist mér nú bara vel á apparatið, það sigldi hratt og örugglega og var hið traustasta fley þannig ég naut bara golunnar og útsýnisins á meðan ég sigldi í átt að the City. Svo þegar ég kom þangað þá rölti ég bara aðeins um og skoðaði það helsta en það er gaman að sjá hvernig þeir blanda saman háhýsunum og eldri húsum í nýlendustíl og þetta kemur bara vel út hjá þeim. Ég var því miður ekki með myndavélina mína í þetta skipti en ég fer seinna í spes city tour og þá tek ég myndir af þessu öllu saman og set á netið ;) Annars gekk bara vel að finna vagn sem stoppaði bara fyrir framan dyrnar hjá leigusalanum og svo aftur þaðan niður í City og svo hingað í Mt. Gravatt.

Þetta var sem betur fer bara ljúft ferðalag þar sem hitastigið hefur verið mun bærilegra hérna upp á síðkastið en hitinn hefur ekki farið upp fyrir 30 stiginn og hangið á bilinu 25-30 og rakastigið verið lágt þannig þetta hefur verið mjög ljúft. Kannski er ég bara farinn að venjast þessu eftir allt saman :) Annars er mjög óþægilegt að fara inn í allar skólabyggingarnar núna. Á fundinum sem ég var á í morgun var loftkælingin í gangi og ég sver það ég hélt ég ætlaði að frjósa þar sem ég sat og skalf af kulda í stuttbuxum og ermalausum boooooool. Maður verður helst að taka með sér létta peysu og sokka ef maður ætlar að mæta í tíma.



fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Ok loksins gafst tími til að skoða sig aðeins um hérna en Finn fór með mig í bíltúr aðeins út fyrir úthverfin í leit að kengúrum. Hér er svo sem nóg af görðum og allskonar parks og fleira þar sem fólk getur fengið sér göngutúr og fleira. Leiðangurinn bar sem sagt árangur og sást ein lítil kengúra, svokölluð vallaby, eftir smá göngu. Annars keyrðum við bara um og sáum hitt og þetta. Hér er auðvitað ekki hægt að sjá mikið frá veginum sökum trjágróðursins eða "the bush" eins og þeir kalla þetta hérna í OZ. En nóg af blaðri ég ætlaði bara að láta vita að það eru komnar myndir !!!!!!! Loksins en þær eru ekki margar og ég get ekki lofað að þær verði fleiri í bráð þangað til ég redda sæmilegri nettengingu í nýju íbúðina.

Sumir voru að spyrja um skólaárið hérna og er ég meira en fús til að svara þeirri spurningu. Hér byrjar fyrsta önnin 1. mars og stendur til 26 júní en þá lýkur prófunum. Eftir það er 4 vikna miðsvetrarfrí og svo byrjar skólinn aftur þann 26 júlí. Prófin eru svo búinn 20 nóvember og þá byrjar 3 mánaða sumar/jólafrí :)



miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Í dag var market day í UQ þar sem öll félögin í skólanum kynntu sig og það sem þau bjóða upp á. Það var hægt að ganga í allskonar félög með allskonar fríðindum en að lokum gekk ég í félagið those Norweigians sem er það næsta sem hægt er að komast að íslendingaklúbb hérna. Annars var bara margt að sjá og fullt af fólki. Annars hef ég kynnst hérna nokkrum öðrum international studentum sem ég umgengst nokkuð og svo var einnig í dag en það má helst nefna, Fuchee frá Singapore, Bela, Dominik og Alex frá Þýskalandi, Robert frá Uganda ,Evangeline frá U.S.A. og Shawn sem er frá Kanada. Sem sagt ansi blandaður hópur en hresst og skemmtilegt fólk og eflaust á ég eftir að hitta fleiri þegar ég byrja í skólanum og þeim tímum sem ég verð í.

Enn sem komið er hef ég ekki haft tíma til að fara í alvöru sight seeing hérna en ég virðist bara alltaf hafa nóg að gera í að snúast í hinu og þessu. Í dag fór ég t.d. í nokkrar second hand húsgagna verslanir til að skoða hvort það borgi sig að kaupa ný húsgögn eða notuð. Svo virðist sem að ný séu alveg nógu ódýr. Ég er að vonast til að geta innréttað íbúðina fyrir undir 50 þús krónur :) Kallið mig bjartsýnann en ég held að það sé hægt. Þetta verður bachelor pad dauðans, allt úr gleri og stáli og hvítar flísar he he he nei ég segi nú bara svona.

Annars vil ég minna á að netfangið bogo@islandia.is verður lagt niður þann 9. mars en fólki er bent á að hafa samband við mig gegnum email í gegnum netfangið bogimon@hotmail.com.

Sibbi, ég segi þá e5 bara :)



þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Jæja góðu fréttirnar eru að ég er búinn að finna íbúð, vondu fréttirnar eru að hún er aðeins dýrari en ég stefndi á og hún er ekki nógu vel staðsett með tilliti til háskólans. Ég þarf að taka ferju upp í UQ sem tekur 35 mín aðra leið en það er svo sem ekki neitt rosalega slæmt þar sem ég var oft og iðulega hálftíma í strætó niður í HÍ á sínum tíma.

Íbúðin er sem sagt í hverfinu New Farm í Brisbane sem er hverfi sem hefur verið að taka miklum breytingum síðustu 10 árin þar sem fleiri og fleiri íbúðir hafa verið byggaðar þar og er þetta orðið meira íbúðarhverfi með nokkuð mikið af kaffihúsum og slíku. Áður var þarna léttur iðnaður í bland við íbúðir en hann er að mestu að hverfa. Íbúðin er eins herbergja, nýuppgerð, flísalögð og mjög snyrtileg en ég þarf að kaupa í hana húsgögn. Hann Finn hérna hefur verið að keyra með mig út um allan bæ í ódýrustu búðirnar til að sýna mér hvar er hægt að gera bestu kaupin og með hans hjálp ætti ég að geta sloppið með tiltölulega lítinn kostnað en samt gert þetta nokkuð heimilislegt.

Við fórum út að borða í gærkvöld á kaffihús sem er steinsnar frá íbúðinni minni. Það er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að það eru íslensk hjón sem reka það og hafa búið í Brisbane í 15 ár. Þau voru alveg himinlifandi að ég skildi vera að flytja í hverfið og vonuðu að ég yrði duglegur að kíkja við og fá mér kaffibolla og spjalla soldið á íslensku við þau.

Mér finnst alltaf svo gaman að tala um veðrið þannig ég ætla að ljúka á að segja að nú hefur veðrið tekið stökkbreytingum. Það byrjaði að rigna í gærkvöld loksins og þvílík rigning. Alveg úrhelli og með þessu var líka þetta svakalega rok, bara næstum eins og heima. Þegar ég vaknaði í morgun þá var mér líka alveg skítkalt þannig ég fór í peysu svo ég myndi nú ekki krókna en hitastigið hafði fallið gífurlega á þessum stutta tíma. Það fyndna var að hitinn var ekki "nema" 24 gráður og ég skalf á beinunum :) En ég sem sagt ætla að nota helgina til að flytja inn og svona með hjálp frá Finn og svo bara skóli á mánudaginn dadarada!!!! Góðar stundir.



sunnudagur, febrúar 22, 2004

The Icelandic Club of Queensland hélt sem sagt picknik í dag rétt fyrir utan Brisbane og það var ágæt mæting þrátt fyrir hitann. Það var sem sagt slegið hitamet í dag þar sem hitinn fór upp í 42 gráður og er það heitasti dagur í Brisbane síðan mælingar hófust. Allir keppast við að bjóða mér drykki þar sem ég svitna og svitna og ekki kvarta ég svo sem :) Mér er líka sagt að þetta sé afar óvenjulegt. Mér hefur líka verið sagt að hér rigni yfirleitt seinni partinn en það hefur ekki gerst ennþá þannig ég veit ekki alveg hvort ég eigi að taka fólk alvarlega eða ekki. Annars er núna nokkuð þungt yfir, flottar eldingar í fjarska en ég efast um að rigningin nái hingað. Minnir mig á þegar ég, Elli og Palli sátum úti eitt kvöldið í Havana og horfðum á skýjabakka með eldingum og öllu nálgast og vorum farnir kalla á hann og hvetja til að koma yfir okkur því okkur langaði svo í góða kælandi rigningu. En hann kom aldrei þrátt fyrir ögranir og köll okkar og ætli það verði ekki það sama upp á teninginn núna. En aftur að piknickinu það var nokkuð góð mæting 25 manns og svona um 10 alíslenskir ástralir ef svo má kalla. Allt frekar fólk í eldra kantinum en samt alveg prýðisfólk. Hitti meira segja fólk sem þekkti til hans Kalla Ben, en fyrir þá sem ekki þekkja þann mann þá er það prófessor í HÍ sem kenndi mér nokkra kúrsa.

Annars hlaut að koma að því að ég fengi viðurnefni hérna en fólk á í mestu vandræðum með að bera fram nafnið mitt þegar ég kynni mig. Finn tók upp á því að kalla mig bara Rusty sökum hárlitarins :) Jæja það er víst kominn matur þannig ég þarf að rjúka og fá mér eina góða steik af grillinu. Og Siggi bróðir, ég spurði þá hérna hvort að þeir kölluðu gallabuxur remmys en þeir könnuðust víst ekkert við það. Svo var önnur goðsögn algerlega kaffærð í dag en það er orðatiltækið "Put another shrimp on the barbie!!!" Ástralir tala ekki um shrimps, þeir segja prawns, hitt er amerísk staðalímynd!!!!!!!



laugardagur, febrúar 21, 2004

He he he he það er gaman í Brisbane um þessar mundir. Ég fór út í dag að skoða íbúðir, þurfti að fara á þrjá staði í borginni með almenningssamgöngum, strætó og ferju, en það er ekki frásögu færandi nema að þetta var píslarganga dauðans. Þegar maður hélt að hlutirnir gætu nú ekki versnað þá skellur á mesta hitabylgja hér síðan 1925 að sögn heimamanna. Hitinn fór upp í 41 gráðu í dag og þannig á það að haldast fram á mánudag :) Ég sit hérna í einu svitabaði og reyni að hreyfa mig sem minnst en ég náði þó allavega að kíkja á þessi pleis og sá eitt sem mér líkaði. Það er reyndar of dýrt miðað við það sem er þar í boði en það besta sem ég hef séð hingað til. Við sjáum hvað setur en ég ætla að glugga í blöðin um helgina og kíkja á netið.

Sem betur fer er sundlaug hérna hjá þeim hjónum þar sem maður getur skellt sér í hressandi bað af og til en annars er maður bara fastur fyrir framan viftuna, þau hafa ekki neina aðra loftkælingu sjáiði til. En jæja ég ætla að hætta þessu þar sem ég er hræddur um að tölvan slái bráðum út þar sem það rignir svita yfir lyklaborðið hérna.



föstudagur, febrúar 20, 2004

Thad er greinilega klikuskapur herna i henni Straliu eins og annars stadar. Eg var buinn ad finna thessa finu ibud a godum stad og atti ad fara ad skoda hana a morgun en svo thegar eg hringdi adan til ad stadfesta tima og stund tha er bara allt i einu buid ad leigja hana!!!! A minna en einum solahring og ekkert var sagt vid mann i gaer um ad thad vaeru umsoknir um ibudinna i gangi. Dularfullt ef thu spyrd mig og i haesta lagi glaepsamlegt athaefi hja thessum fasteignasolum.

En annars fer eg og skoda tha tvaer adrar ibudir a morgun og satt best ad segja vona eg ad onnur theirra verdi bara thad god ad eg geti tekid hana. Thad er fjandi erfitt ad vera ad leita ad ibud herna thegar madur er ekki a bil, thekkir ekki almenningssamgongukerfid nogu vel og hvad tha goturnar :)

En thad verdur ad lita a bjortu hlidarnar og er eg bodinn i mina fyrstu Aussie BBQ nuna um helgina hja honum Finn og family. Thad verdur eflaust feiknafjor en hann og hans fjolskylda eru nokkud hress og skemmtileg. A sunnudaginn er svo onnur grillveisla a vegum islendingafelagsins herna thannig thad verdur nog ad gera um helgina.




þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Jæja þá er ég loksins kominn í almennilegt netsamband en ég er núna kominn til þeirra Finn og Marge sem eru alveg eðal fólk. Eins og ég hef kannski minnst á þá fékk ég að gista hjá þeim á meðan ég leita mér að íbúð. Þau tóku alveg hjartanlega vel á móti mér í gærkvöldi þegar ég kom og mér líður ekki eins og gesti heldur eins og ég sé einn af fjölskyldunni, það er meira segja búið að bjóða mér í mat á jóladag :) En þau eru sem sagt alveg pottþétt hjón, hann er hálf íslenskur og hefur alltaf lagt sig fram við að aðstoða íslendinga sem hingað koma.

Núna sit ég því í mestu makindum á veröndinni hjá þeim og horfi yfir úthverfið Mt. Gravatt hér í Brisbane og nýt útsýnisins á meðan ég leita á netinu. Sá ekkert smá flotta páfagauka hérna í morgunn en þeir eru kallaðir regnboga gaukar hérna og smyglarar fá 3000$ fyrir stykkið í Evrópu og annars staðar. Ég skil það vel því að þeir eru í öllum regnbogans litum og fallegir. Þau gefa þeim hérna á veröndinni á morgnanna á meðan þau borða morgunmat, svona eins og að gefa smáfuglunum heima nema þetta eru bara páfagaukar :)

Og á meðan ég man ég er kominn með farsíma hérna þannig ef einhver þarf nauðsynlega að hringja í mig eða vill senda mér sms af einhverjum ástæðum er númerið 0416267807. Ég held að landsnúmerið fyrir ástralíu sé 61 og svæðisnúmerið fyrir Brisbane er 07. Er samt ekki viss um að það þurfi að nota svæðisnúmerið til að hringja í gemsa hérna. Annars verið ekkert að hringja að óþörfu, fylgist bara með blogginu ;)



Ferðasagan eftir Bigga Bix

Dagur 1.

Jæja þá er fyrsti leggurinn að baki og ekki verður Ísland aftur undir fótum manns í bráð. Skrýtin tilhugsun en samt spennandi að vera skella sér út í óvissuna (jafnvel þó að hún sé nú samt soldið skipulögð). Hér sit ég inni á hótelherberginu mínu á Hótel Oliver og sötra einn Stella Artois bjór eftir að hafa borðað góðan mat á Earls Court Tavern og hvili lúin beinin. Eins og mig grunaði var mesta pína að burðast með 20 kg ferðatöskuna, 5 kg pakpokann og svo 5 kg fartölvutöskuna mína frá Liverpool street station í gegnum undergroundið upp á Earls court station, en hótelið er þar rétt hjá. En hvern haldiði að ég hafi hitt á Liverpool street station? Enga aðra en Ingibjörgu Sólrúnu. Ég var nú ekkert að heilsa henni svo sem enda þekki hana ekkert en samt fyndið að fá mótöku frá fyrrverandi borgarstjóranum og varaformanni samfylkingarinnar við komuna til London. En það hafðist að drösla sér upp á hótel þó svo að ég hefi verið fastur einhversstaðar á útnára underground station því ég vissi ekki hvaða lest ég átti að taka og það var ekkert kort neins staðar og nú er ég að reyna að slappa aðeins af fyrir flugið á morgun sem er það næsta sem mig kvíður fyrir. Hvað á maður að gera í sólarhring um borð í flugvél? Þar sem þetta er reyndar Singapore airlines sem er þekkt fyrir góða þjónustu og skemmtiefni og er ég að vona að ég geti spilað playstation í átta tíma, horft á bíó og lesið í 8 og svo vonandi verið svo þreyttur að ég nái að sofa í átta tíma.

Dagur 2

Ferðin upp á Heathrow gekk hratt og örugglega en ég var soldið í seinni kantinum og því þurfti ég að hlaupa í gegnum duty free svæðið en tóks þó að versla það sem ég ætlaði að versla en það var uppblásinn hálspúði til þess að geta sofið í flugvélinni. Slíkan grip var vinkona mín hún Guðrún með á leiðinni til Kúbu á sínum tíma og svaf undurværum svefni meirihlutann af leiðinni. Ég er að vona að þetta sé galdurinn að geta sofnaði í flugvélum, annars er ég í slæmum málum. Flogið var með 747 til Singapore og þvílíkar græjur í almennu farrými í flugvél hef ég ekki séð áður. Hver farþegi var með eigið lítið sjónvarp í stólbakinu á móti sér og hægt var að velja sér bíómyndir, sjónvarpsþætti og leiki með þar til gerðum gleðipinna. Það besta var að þú varst algerlega óháður öðrum þannig að þú horfðir á þær myndir sem þig langaði, þegar þig langaði og gast pásað, stoppað og spólað til baka. Alger snilld hjá Singapore Airlines verð ég að segja. Ekki var þjónustan verri, íðilfagrar flugfreyjur í litríkum einkennisbúiningum svifu um gangana með bros á vörum, útbýttu heitum handklútum, bjór og vatni, mat og fleiru allt eftir þörfum og þetta var á ódýrasta farrými!!!! En þessi heitu handklútar eru alger snilld. Þetta er svo hressandi, alveg eins og góð sturta þannig séð og maður er allur ferskari á eftir. Það væri nú eftirbreytni hjá öðrum flugfélögum að taka þetta upp, sérstaklega icelandair þar sem maður má ekki einu sinni fá ókeypis vatn heldur þarf orðið að kaupa það dýrum dómum. Hvurnig er það, eigum við ekki heima á íslandi þar sem af vatni er ofgnótt!!! Ég myndi skilja þetta ef ég væri að fljúga með Sahara airlines en icelandair!!!!
En nóg um það ég ætla að segja ykkur frá bretanum Richard sem ég sat við hliðina á út til Singapore. Það kom nefnilega í ljós að svo skemmtilega vildi til að hann var líka á leiðinni til Brisbane að hitta dóttur sína og átti bókað með sama flugi og ég. Þetta var eiturhress fertugur kráareigandi frá Cornwall og áttum við fleira sameiginlegt en að vera á leið til Brisbane þar sem við gátum rætt um wishkey , bjór og kúbanska vindla. Var hann hinn ágætasti sessunautur. En inn á milli tókst mér einnig að horfa á nokkrar bíómyndir og spila tölvuleiki, snilld. Hins vegar stóð svefnin á sér, sem var verra því ég svaf eiginlega ekkert í London. Hótelið stóð við einhverja rosa umferðargötu og það var alltaf einhverjir sjúkrabílar að fara fram hjá, örugglega sjúkrahús í grenndinni, mæli ekki með því. Ég blés því upp þennan forláta hauspúða en............ekkert gekk ég bara get ekki látið fara nógu vel um mig til að sofa í flugvélum veit ekki hvernig sumir fara að þessu.

Dagur 3

Eftir að hafa yfirgefið Singapore, sem er borg sem ég verð að kíkja á einhvern tímann þegar ég á leið þarna um aftur, var haldið áleiðis til Brisbane. Ekki lenti ég nú samt við hliðina á honum Richard í þetta sinn heldur við hliðina á þýskum hjónum sem hafa búið í Singapore í 11 ár og voru á leið í frí til Gold Coast strandarinnar. Þau voru soldið skondin. Greinilega vön nokkuð góðu lífi þar sem þau áttu enn Villu og bíl heima í Þýskalandi þegar þau skreppa þangað og konan gerði ekki annað en að kvarta yfir því hvað þessi economy class væri lélegur þar sem hún væri vön að vera á business class. Mjög skondið þar sem ég var alveg hæst ánægður með aðstöðuna en þrátt fyrir það var þetta alveg indælisfólk. En eftir lendingu í Brisbane þá kom pínu sjokk, 27 stiga hiti og 90% raki og þetta var klukkan níu um kvöldið, minnti mig óþyrmilega á Kúbu sem var nú ekki þægileg svona fyrstu daganna. Annars voru fyrstu kynni mín af fólkinu ekki góð, var skammaður af tollverði fyrir að hafa bitið í incoming passanger spjaldið sem ég var með og átti að afhenda. Við þurfum að höndla með þetta væni sagði hann. Ég var bara með fullar hendur af töskum og drasli og þetta var eini geymslustaðurinn sorrí, færð örugglega gin og klaufaveiki af mér kallinn. Næstu kynni af ástrala voru nú betri en það var bílstjórinn sem átti að sækja mig, hann Darryl, en hann fór með mig í bíltúr um helstu svæðin (lesist skemmtanasvæðin) þar sem það var nú einu sinni föstudagskvöld. Skemmtilegur gaur og með alvöru ástralskan húmor, sem mér skilst að snúist aðallega um að benda á það augljósa á skemmtilegan hátt og draga úr hlutunum. En að lokum var mér ekið upp á Cromwell College þar sem ég gisti næstu 4 nætur. Eftir 36 stunda vöku, sem er persónulegt met hjá mér, hélt ég að ég gæti nú bara hrunið niður og sofið í 12 tíma. Það gekk nú ekki eftir, vaknaði eftir 5 tíma, bullandi sveittur og ógeðslegur við að einhverjir fuglar voru gargandi fyrir utan gluggann. Þetta var nú meiri söngurinn bara alveg eins og að vera kominn í miðjann frumskóginn og enginn friður. Eitthvað kannaðist maður við sum hljóðinn úr nágrönnum samt sem áður. Greinilega eitthvað sem maður verður að venjast þar sem ég gat heyrt hrotur úr herbergjunum við hliðina á mér.

Og þar hafið þið það. Ég hef mikið verið að tala um hvernig veðrið er hérna upp á síðkastið en það er eflaust af því ég er ekki vanur því. Svo er annað það hlæja allir hérna að mér þegar ég segi þeim að það búi 300 þúsund manns á Íslandi. Ég reyni þá að útskýra fyrir þeim að við séum best í heimi en þá er nú bara hlegið ennþá meira að því. Svona er nú heimurinn skrítinn.




Loksins loksins kom almennilegt vedur herna, hitinn datt alla leid nidur i 25 stig og engin sol i dag sem betur fer. Mer gengur enn illa ad finna husnaedi sem eg vaeri sattur vid. Aetladi ad vera i studio ibud og do my own thing herna en svo virdist sem thaer seu bara ekkert a markadinum. Thad gaeti thvi endad a thvi ad Bix kallinn thyrfti ad deila husi med einhverju folki uti i bae, ekki skemmtileg tilhugsun thad. Annars var eg ad vonast til ad geta bara klarad allt thetta otharfa vesen i thessari viku svo eg gaeti nu farid ad slappa adeins af herna. Var ad hugsa um ad leigja bil og keyra nidur a the Gold Coast sem er vist theirra utgafa af Miami Beach og Hollywood i einum pakka. Ferdasagan kemst vonandi inn i kvold en thvi midur verda engar myndir med thar sem eg hef ekki haft tima til ad taka neinar og svo er ekki almennt mikid myndefni a thessum blessudu flugvollum sem eg flakkadi um :)



mánudagur, febrúar 16, 2004

Uff thad gengur nu ekki vel ad koma thessari ferdasogu a netid. Engin tolva her med almennilegt usb tengi!!!! Svo er allt of mikid folk herna sem tharf ad nota tolvurnar, 35 thusund nemendur og 5000 starfsmenn. Svo er eg ad drukkna i allskonar upplysingum og atburdum sem madur tharf ad fara a. Sem sagt skriffinska daudans og thegar hitinn er 35 gradur tha hefur madur ekki beint tholinmaedi eda threk til ad hlaupa a milli bygginga herna a campusinum, serstaklega thegar madur aetti ad vera ad reyna ad finna husnaedi. Thetta er samt allt ad komast i gang og thar sem thetta er fyrsti virki dagurinn hja mer i skolanum tha hef eg nu bara verid ansi duglegur i dag. En jaeja eg tharf vist ad hlaupa i naesta appointment. Godar stundir.



laugardagur, febrúar 14, 2004

Hallo hallo, loksins stendur sidan undir nafni thar sem thetta er mitt fyrsta blogg fra OZ. Eg er enn ad laera ad rata herna um en tokst tho ad finna thetta bokasafn herna en thad er frekar takmarkad. Bannad ad fara a hotmail og ferdasagan sem eg var buinn ad skrifa hun kemst ekki inn i dag thar sem usb tengid a tolvunum herna er ovirkt og eg er med soguna a usb lyklinum minum. Eg kem henni vonandi inn a morgun (held samt ad thad se lokad tha) eda hinn, fylgist med. Jaeja eg aetla ad fara ad gera eitthvad af viti eins og t.d. ad leggja mig :)



föstudagur, febrúar 13, 2004

Hallo hallo eg er nu ekki kominn alla leid en er ad nalgast, er staddur a flugvellinum i Singapore og er ad leka nidur i 25 stiga hita og 85% raka. Hvernig verdur thad thegar eg kem til Brisbane i 37 stiga hita!!! En thetta er buid ad vera skemmtilegt ferdalag hingad til, buinn ad hitta tvaer celebrities a leidinni en eg segi betur fra thvi seinna. Eg er auk thess buinn ad finna mer ferdafelaga en thad er vidkunnalegur breti sem sat vid hlidina a mer ut til Singapore og thad vildi svo skemmtilega til ad hann var a leid til Brisbane med sama flugi. Vid hofum nu bara verid ad sotra bjor herna i solblomagardinum a flugvellinum en annars verdur farid ad kalla inn i flugid til Brisbane a hverri stundu. Eg bid thvi ad heilsa i bili og heyrumst seinna.



mánudagur, febrúar 09, 2004

Vá hvað það var skemmtilegt um síðustu helgi, nóg af djammi og ég náði að kveðja flesta sem ég þekki. Það hefur nú aldeilis verið stússast síðustu vikuna en það að flytja erlendis er ótrúlega tímafrekt og alls staðar er verið að hafa af manni pening fyrir hin og þessi plögg. LIFI Skrifræðið eða ekki!!!!! En þetta er nú að verða búið og mun ég ganga frá síðustu málum á morgun.

Á miðvikudaginn er svo flug til London þar sem ég gisti eina nótt. Ætla ég að hafa það náðugt og fá mér góðan kvöldverð og bjór á einhverri kránni í grennd við hótelið og ná svo fínum svefni fyrir morgunflugið til Singapore og þaðan áfram til Brisbane samtals er þetta um 30 tíma ferðalag og ég er einn af þeim sem getur ekki sofið í flugvél, úfff.

Næst Þegar ég skrifa hérna inn verð ég væntanlega kominn til undralandsins Oz (þ.e.a.s. nema ég sendi inn eitthvað á leiðinni hver veit). Ég er rosalega ánægður með veðrið núna, rok og rigningu, en það er eitt sem ég á ekki eftir að sakna við Ísland og því verður auðveldara að stíga upp í vélina býst ég við.

En hvenær er von á mér aftur??? Hver veit, ég er að fara úr vetri hérna heima í vetur þarna úti og ef ég kæmi heim um næstu jól væri það þriðji veturinn sem ég sæi í röð. Samkvæmt goðafræðinni ætti það að þýða að ragnarök væru á næsta leiti þannig ég veit ekki hvort það sé góð hugmynd að koma neitt heim fyrr en eftir nám. Við skulum þó aldrei segja aldrei.



laugardagur, febrúar 07, 2004

Góðan daginn, það er ekki laust við að maður sé hálf þreyttur og slappur eftir gærkveldið en þá fór ég út á lífið með vinnufélögunum á RALA. Tilgangurinn var að kveðja liðið með stæl og ég verð að segja að það tókst með ágætum þar sem byrjað var á kotkteilum og snittum í boði landbúnaðarráðherra á hótel Sögu og lauk með einni af hans góðu ræðum. Gaman hefði verið að segja að þetta hefði nú allt verið mér til heiðurs en svo var ekki heldur var um lokadag fræðaþings landbúnaðarins að ræða sem haldið var í vikunni.

Guðni var sprækur að venju en mér fannst hann nú oft hafa verið betri, engin gullkorn sem féllu í gærkveldi alla vega. Eftir kokteilinn var haldið í smá heimapartí og svo var farið niður í bæ á 22 þar sem var tjúttað fram eftir nóttu. Takk fyrir frábært kvöld RALA gengi!!!!!

En nóg af blaðri í bili hef nóg að gera fyrir kvöldið.




þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Jæja nú er víst komið að því, síðasti vinnudagurinn hérna hjá RALA. Það átti víst að kveðja mig með smá fagnaði en ég stakk upp á því að það yrði bara gert almennilega á föstudaginn næsta og var það samþykkt einróma. Í staðinn stakk ég upp á því að hafa hawaii skyrtu dag í dag og bauðst til að blanda nokkra góða drykki handa fólkinu, nefnilega mojito og cuba libre, svona til að ná upp smá hitabeltis stemningu þar sem mér skilst að það séu 37 gráður í Brisbane þessa stundina og 70% raki (minnir mann soldið á Kúbu). Undir geislan verður svo skellt Santana og svo verður dæmt hver er í flottustu hawaii skyrtunni en ég er nokkuð sigurviss ;)



This page is powered by Blogger. Isn't yours?