<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 31, 2004

Það er allt að verða vitlaust í háskólum hérna í Ástralíu. Málið snýst um það að háksólar hafa fengið leyfi til að hækka skólagjöld um allt að 25% og hafa stúdentar brugðist hart við um alla Ástralíu. Nú rétt í þessu var ég að horfa á í fréttunum frá mótmælum í Sydney sem fóru vægast sagt ófriðlega fram þar sem bæði stúdentar og lögregla beittu harkalegum aðgerðum.

Það hafa einnig mótmæli átt sér stað í UQ og QUT sem komið hafa í fréttunum en samt ekki eins svakaleg og það sem gerðist í Sydney. Eins og mér skilst þá mun hækkunin taka gildi á næsta ári en mun ekki eiga við international stúdenta þannig ég slepp við þessa hækkun. En ég skil samt vel að fólk sé óánægt. Skólagjöld hafa víst verið að hækka mjög hér að undanförnu og þetta er reiðarslag fyrir nemendur. Mér verður nú bara hugsað til umræðunnar um hvort eigi að taka upp skólagjöld í HÍ. Eins og ég lít á þetta þá eru skólagjöld merki um óheilbrigða menntastefnu þar sem menntastofnanir eru sveltar og neyddar til að rukka nemendur fyrir þjónustuna. Þjónustu sem tryggir þjóðarbúinu margfaldar tekjur til lengri tíma í formi æðri menntunar, þekkingar og nýsköpunar.

Menntun er mannréttindi, menntun á að vera ókeypis og á allra færi. Burt með skólagjöld!!!!!!!



þriðjudagur, mars 30, 2004

"Time time time, there is never enough time". - Albert Einstein, 1952 - . Hann var ekki svo vitlaus karlinn.

Ég er sammála Alla og því ætla ég að auglýsa eftir eftirfarandi:

Óska eftir tímavél helst tveggja gíra (afturábak og áfram), lítið notaðri og vel með farinni, má vera útlitsgölluð og þarf ekki að geta flogið. Verðhugmynd á bilinu 500 - 1000 kr en helst gefins.



sunnudagur, mars 28, 2004

I hate mondays



laugardagur, mars 27, 2004

"Lazy sundays" er mottóið hérna í OZ. Á sunnudögum hreyfir enginn legg né lið að óþörfu og hvað þá að fara að vinna. Eins og er þá er ég hjá Finn og Marge en ég gisti hjá þeim á föstudaginn og í gærkvöld. Ég bauð þeim heim í mat á föstudagskvöldið, svona til að þakka þeim formlega fyrir alla hjálpina. Þau buðu mér þá bara í staðinn að gista um helgina og þáði ég það auðvitað enda ekkert smá gott að vera hérna þar sem sundlauginn er :)

Annars var þessi helgi ekki bara leti, ég tók með mér tölvuna og lærði helling í leiðinni og svo tók ég bruggið með mér og Finn hjálpaði mér að koma bjórnum á flöskur og tókum við hans brugg í leiðinni. Annars er ætlunin að læra helling í dag og svo á ég von á gestum í mat aftur í kvöld en þá koma þau Marín og Davíð, nágrannar mínir, í heimsókn. Þannig það er nóg að gera.



fimmtudagur, mars 25, 2004

Svo virðist vera að margir lendi í vandræðum með að skrolla á síðunni þannig þeir geta bara lesið nýjasta innlegg og ekki einu sinni það ef það er langt. Til að komast hjá þessum vandræðum hef ég fundið að það sé best að ýta bara á refresh takkann í vafraranum þangaðað til að öll síðan birtist.



Stórfréttir frá Down under!!!!!.............the man with one shoe er búinn að finna hinn skóinn sinn greinilega og ekki nóg með það hann var að kaupa sér útilegustól. Eins og þið heyrið þá er nóg um að vera hérna í dag. Annars er ég búinn að sitja við tölvuna í allann dag, frá kl 8 í morgun, og vinna verkefni í gagnagrunnsfræðum og það eina sem maður getur gert sér til dundurs á meðan er að horfa á fólkið sem gengur framhjá í góða veðrinu. En það þýðir lítið að kvarta ég ætla að vera extra duglegur næstu viku til að geta haft meiri frítíma með gestunum væntanlegu um páskana.

Svo er annað...... fólkið í skólanum er búið að ákveða að nicknameið mitt hérna úti skildi vera Beau ( hljóðfræðilega er það sem sagt Bó). Þau komust að þessari merkingu þegar ég sagði þeim að íslenska nafnið mitt þýddi á ensku "Bow Armored son of Bear". Ég þorði nú ekki að ljúga að þeim neinni vitleysu, t.d. að ég væri hálfur indíáni eða neitt slíkt, því það er búið að koma upp um hákarla grínið hjá mér. Sumir fóru á internetið í heimildaleit og fundu þar umfjöllun um verkun á íslenskum hákarli en þar var hvergi minnst á ámigunarskrefið.

Annars fór ég á Career fair í gær sem er árlegur viðburður hérna í UQ. Þar koma saman fjöldinn allur af fyrirtækjum og kynna sig og starfsemi sína fyrir tilvonandi útskfriftarnemum og eru jafnvel leita að tilvonandi starfsmönnum. Ég var mjög ánægður með hvað ég fékk góð viðbrögð hjá mörgum fyrirtækjunum þegar ég sagðist vera landfræðingur að sérhæfa mig í GIS og fjarkönnun. Sá fullt af áhugaverðum fyrirtækjum sem eru að leita að fólki til að vinna að þessum málum hjá þeim. Það mest spennandi sem ég sá var ástralskt orkufyrirtæki með starsemi um allan heim sem er að leita að sérfræðingum á mínu sviði til að flakka á milli verkefna hjá þeim eftir þörfum. Það væri nú alger draumur að geta fengið að ferðast á meðan maður er að vinna (bæði feltvinnu og innivinnu) auk þess sem þeir voru með starfsemi á mörgum framandi stöðum, Suðaustur - Asía, Suður - Ameríka, Karabíahafið o.fl. o.fl. auk hinn hefðbundnu vestrænu landa. Ég skráði mig því á sem flestum stöðum og ég gat og hver veit nema ég fái vinnu eftir útskrift. Það er samt best að halda allavega einum fæti á jörðinni þar sem ég hef einnig heyrt að samkeppnin um stöðurnar er víst nokkuð hörð.

En allavega njótið dagsins í dag hann er búinn að vera nokkuð góður hérna megin á hnettinum.




þriðjudagur, mars 23, 2004

Nú er ég loksins kominn með ADSL teninguna langþráðu þannig nú get ég farið að lesa moggan á morgnanna þegar ég vakna. Annars var ekkert gott að vakna í morgun, mér var skítkalt og held ég að það sé kominn tími til að fjárfesta í almennilegu rúmteppi. Af mælinum úti mátti lesa 19 stig, brrrrrrrrrr, aldrei verið svona kalt hérna síðan ég kom og á eftir að verða kaldara. Fyndið samt að ef maður myndi vakna klukkan sex á Íslandi og það væru 19 gráður úti þá væri maður himinlifandi.

En skemmtilegar fréttir í mogganum í dag, Elvis er að öllum líkindum skoskur og vísindamenn eru sannfærðir um að á Mars hafi verið saltur drullupollur a.m.k. heilir 5 centimetrar á dýpt. Held ég fari nú bara frekar að verða áskrifandi af séð og heyrt. Annars gleymdi ég að segja ykkur að ég sá ástralska celebrity hérna um daginn, ég sá gaurinn sem leikur írska strákinn í Neighbours niðri í miðbæ um daginn þar sem hann var að kynna nágranna eitthvað og það var einhver svona samkoma í gangi.

Ég fékk nú enga eiginhandaráritun og mér tókst heldur ekki að ná tali af honum þar sem ég ætlaði að kynna fyrir honum þá hugmynd um að fá nýjan granna í þáttinn. En nýji granninn yrði enginn annar en ég, klikkaði Íslendingurinn sem væri alltaf í skólanum á daginn og væri svo alltaf fullur og með læti á nóttunni og um helgar. Ég þarf að þróa karakterinn aðeins betur áður en ég sendi þetta til framleiðandans til yfirlestrar en það væri fínt að fá smá aukadjobb hérna í nágrönnum á meðan ég er að læra.



mánudagur, mars 22, 2004

Já ég er víst orðinn umtalaður í skólanum (eða allavega í þeim kúrsum sem ég er að taka). Fólk er virkilega að koma upp að mér og spyrja hvort það sé satt sem það heyrir um hvernig Íslendingar borða hákarl. Ég veit nú ekki hvort ég sé að gera góða hluti með þessu en ég hef nú ekki játað að ég sé að ýkja. Þvert á móti toppa ég þetta bara og segi að andstætt því sem gerist hér í Ástralíu, þá eru hákarlarnir við Íslands strendur hræddir við fólk!!! Þetta finnst sérstaklega Áströlunum magnað og væri ég ekki hissa á að þeir myndu nú fara í umvörpum niður á strönd og reyna að pissa á hákarla.

Annars er það helst að frétta að ég á von á gestum um páskana!!! Ég var ekki skriðinn úr bælinu í morgun þegar síminn hringdi og var það enginn annar en Jóndi bróðir að tilkynna mér það að þau væru að koma í heimsókn um páskana. Ég átti nú von á heimsókn en aldrei grunaði mig að það yrði svona fljótt, ég hef ekki einu sinni sjálfur skoðað neitt að ráði hérna :) Reyndar voru þau nú búin að skipuleggja heimsókn löngu áður en ég fór út þannig þetta er í takt við það, ekki satt Rósa he he he? En bara gaman að því og það er nóg hægt að gera hérna í nágrenningu (og þá meina ég í svona 1000 km radíus frá Brisbane :)

Annars er lítið af mér að frétta, ég er enn að reyna að komast almennilega í skólagírinn. Það er orðið langt síðan ég var í fullu námi síðast og ég er svona að reyna að koma mér í ákveðna rútínu og skipuleggja tímann, sem sagt að reyna að læra hvernig á að læra. Ég var eiginlega búinn að gleyma því hvað það er mikil vinna að vera í skóla. Ég hafði það allt of gott síðasta misserið í HÍ, bara að dúlla mér í BS verkefninu og ekki í neinum fögum usssss usss usss. En þá er bara að bretta upp ermarnar......eða miðað við aðstæðurnar hérna að fara bara úr bolnum ;)



laugardagur, mars 20, 2004

Jæja það er alltaf jafn gott að vakna hérna megin á hnettinum, alltaf sól og blíða. Annars er hitastigið á niðurleið og nú fer hitinn ekki mikið upp fyrir 27 gráðurnar hérna á daginn sem er hið besta mál. Ég held samt að ég verði að kaupa mér flísteppi fyrir veturinn því mér hefur verið sagt að þegar kaldast er þá vakni fólk og sjái móðuna af andadrættinum. Hér er náttúrulega ekkert kynnt og enginn er einangrunin í húsunum. En þetta frétti ég sem sagt í annarri af tveimur BBQ sem ég fór í í gær. Sú fyrri var hjá "The German guys", eins og þeir eru kallaðir hérna, en við sem hittumst hérna fyrstu næturnar okkar á Cromwell College höfum haldið sambandi nokkuð vel. Hin BBQ veislan var hjá henni Becky, sem er frá Boston, en henni og fleiri krökkum þar kynntist ég í tíma í skólanum. Eins og ég sagði þá veit ég ekki hvort þau voru að ljúga að mér, held ekki, en þau reyndu samt að segja mér frá dettibirnunum hérna sem hanga í trjánum og láta sig detta ofan á þig og éta úr þér heilann. Hmmm já þið meinið koala birnina sagi ég og þar með gátu þær ekki platað mig meira. Ég ákvað á móti að stríða þeim soldið og segja þeim frá íslenskri gourmet matargerð. Það fyrsta sem ég lýsti fyrir þeim var hákarlinn.

Ég útskýrði að á Íslandi væru þessar skepnur veiddar með höndunum. Svo hélt ég áfram að útskýra fyrir þeim hvernig hann er verkaður, hengdur upp, tekinn niður og pissað á hann, hann grafinn og látinn úldna í nokkrar vikur, grafinn upp aftur og hengdur aðeins lengur og svo étinn með áfengi sem kallast svarti dauði því hann er svo sterkur að hann var eina vörn íslendinga gegn plágunni á sínum tíma. Þau kokgleyptu alveg við þessu og fannst þetta mjög undarlegt og vildu vita HVER pissaði á hákarlinn?? Pissar hver á sinn hákarl og svona?? Nei nei sagði ég það eru ákveðnir sérfræðingar frá The Westfjords sem sjá um það. Þvagið í þeim er sérstaklega gott í þetta þar sem það hefur þróast í gegnum aldirnar þar sem þetta hefur verið stundað á vestfjörðunum í margar aldir og þeir eru nánast alveg einangraðir þannig það hefur lítil genatísk krossmengun átt sér stað. Og þá kom alveg einstakt komment sem gerði söguna mína ennþá trúverðugri en þá hafði einhver heyrt um Decode genetics og að þeir væru að rannsaka genamengi Íslendinga af því að þeir væru svo einangraðir og lítil krossmengun. Jú jú mikið rétt og nú voru allir að trúa þessu hjá mér og spyrja hvort ég borðaði hákarl sem einhver annar væri búinn að pissa á. Auðvitað auðvitað þetta væri hluti af morgunverðinum á hverjum degi. Svo reyndar hélt ég áfram og lýsti því hvernig hinir rjómakenndu hrútspungar væru framleiddir úr stærstu eistunum, geymdir í úldinni og súrri mjólk í margar vikur og svo étnir sem eftirréttur.

Ég sver það að sumir voru orðnir hálfgrænir í framan þarna he he he :) En þannig ég stóð mig bara nokkuð vel í landkynningunni að þessu sinni held ég.



föstudagur, mars 19, 2004

Fyrir þá sem misstu af því hver Gordon er þá er hann gekko eðlan sem hefur gert sig heimakominn hérna í íbúðinni hjá mér. Hann er líklega svona 5 cm frá rófubroddi að nefbroddi og því ekki nógu stór til að setja á hann ól. Ég hef reyndar ekkert séð hann nýlega, spurning um hvort hann hafi orðið leiður á mér. Annars reyndi ég að ná mynd af "The man with one shoe" ,hann er reyndar ekki í rauðum skó eins og Tom Hanks í samnefndri mynd, en kostulegur samt. Ég var ekki nógu snöggur með myndavélina þannig ég náði honum ekki nógu vel.

Annars er ég alveg brjálaður núna yfir þessu aumingjum sem ég er búinn að kaupa síma- og netþjónustu hjá. ADSL módemið kom í dag, gott gott en þegar ég ætlaði svo að tengjast þá kom bara "no connection available". Þannig ég hringdi í costumer service hjá þeim og eftir að hafa beðið í símanum í heilan klukkutíma þá fékk ég þau skilaboð að enn væri ekki búið að tengja helv****** línuna. Ekki var ég nú allskostar sáttur við það og hækkaði róminn og benti á að það væru 2 vikur síðan ég hefði pantað þessa tengingu og nú væri verið að segja mér að ég þyrfti að bíða ENN aðra viku. Hvers konar útnára afdala þjónusta væri þetta eiginlega, það væri ekki eins og ég væri staddur í miðri helv**** simpson eyðimörkinni (sem er annars ein stærsta eyðimörkin í miðri Ástralíu). En manngreyið sagðist ætla að reyna að setja flýtimeðferð á þetta þannig að það ætti ekki að taka lengur en 4 daga en ekki hef ég nú neina trú á að það gangi í gegn. Þannig ef þið ætlið að fá ykkur internet í OZ .........STAY AWAY FROM OPTUS. Ég reyndar hellti ekki nóg úr skálum reiði minnar yfir þennan blessaða mann í símanum þannig ég sendi líka kvörtunarbréf. Ég er að vona að þetta virki þannig að ég fái allavega einn mánuð frítt í sárabætur en hver veit kannski fæ ég bara aldrei tengingu. Jæja en nóg um þetta leiðindamál ég verð sem sagt ekki kominn með nettengingu í bráð og svo þarf ég að fara að hætta að nota þessa sniglatengingu því bráðum verð ég búinn að nota kvótann minn sem eru 32 tímar á mánuði.

En til að breyta um umræðu efni þá fór fyrsti skammtur af Bix beer í vinnslu í dag. Ég fjárfesti sem sagt í bruggunarkút og græjum og blandaði fyrstu blönduna, samtals 23 lítrar, og ætti hún að verða tilbúin eftir viku og svo þarf ég að láta hana geymast í flöskunum í sirka 5 daga og þá er hún drykkjarhæf (vona ég). Þetta er nú bara svona smá tilraunastarfsemi í manni auk þess sem maður sparar alveg helling af peningum á þennan hátt. Bjórinn hérna er helmingi ódýrari en heima en með því að gera þetta svona þá get ég gert hann þrisvar sinnum ódýrari en ég kaupi hann úti í búð hérna. Auk þess dugar þetta í margar vikur þegar ég verð búinn að setja þetta á flöskur, alger snilld.




fimmtudagur, mars 18, 2004

Jahá mannskæðar marglyttur, köngulær, krókódílar og hákarlar!!!! Það er margt sem þarf að vara sig á hérna í Oz, annað en í Breiðholtinu þar sem maður þurfti bara að passa sig á villingunum í Breiðholtskjör (reyndar þekkti maður þá flesta samt sem áður). En ég þakka góðar upplýsingar Gunnsa ég skal passa mig á marglyttum. Annars er ég nýkomin úr harðvítugum bardaga við mannstóran kakkalakka sem hafði skriðið inn um gluggan á baðherberginu hjá mér. Það kom alveg úrhellisrigning í kvöld og þá leita þessi kvikindi inn en þessi var HUGE stór þannig ég þurfti að nota bug sprayið til að vanka kvikindið bara til að geta náð honum og þá var honum skutlað út um gluggann. En kakkalakkar hafa verið hérna mun lengur en við og eiga eftir að vera hérna löngu eftir að við erum útdauð en á meðan ég er hér þá er þetta mín íbúð og þeim er ekki boðið. Ég þarf eiginlega að bíða eftir að Gordon verði aðeins stærri svo hann geti bara étið þessa óboðnu gesti.

Annars er nóg af allskonar kvikindum hérna. Ég var að taka ferjuna niður á The Regatta á miðvikudagskvöldið, en The Regatta er hótel og bar þar sem flestir úr UQ hittast á miðvikudögum því það er frír bjór milli sjö og átta, og sá þá sjón sem maður sér ekki heima á Íslandi. Þetta var um sex leytið og farið að rökkva en samt enn blár himin og næg birta. Ég horfi upp og sé í fjarska hóp af fuglum sem eru að fljúga upp eftir ánni í áttina að ferjulæginu. Þetta var enginn smá fjöldi, bara eins og svart ský, og því varð þetta nú ennþá merkilegri upplifun þegar þetta ský kom nær en þá sá ég að þetta voru ekki fuglar heldur leðurblökur!!! Stærðarinnar leðurblökur í þúsundavís að fara á fætur og leita að æti hérna í kringum New Farm park.



miðvikudagur, mars 17, 2004

Það er ekkert smá erfitt að halda sér við efnið og sitja inni og lesa námsefnið þegar úti er sól og blíða. Það er sama hversu áhugavert efnið er manni verður alltaf litið út um gluggann og hugsað til þess að maður gæti verið að skoða eitthvað algjörlega nýtt. En ég ákvað því bara að slá tvær flugur í einu höggi og rölti með námsbækurnar og smá nesti, út í New Farm Park. Fann þar góðann bekk og borð í forsælunni og las þar. Þetta var bara ágæt blanda af picknik og lærdómi þar sem maður gat af og til lyft höfðinu upp úr bókunum og virt fyrir sér mannlífið auk þess sem maður var úti að njóta góða veðursins. Ekki var það nú verra að hafa smá golu en það vill verða nokkuð heitt inni í íbúðinni hjá mér svona yfir miðjan daginn.

Svo uppgötvaði ég soldið sniðugt núna áðan sem ég hef ekki tekið eftir áður. Um hverfið hérna rúntar ekta ísbíll sem spilar lag þegar hann keyrir framhjá og allir koma hlaupandi og kaupa ís. Það var mjög kærkomið að fá sér ís en mér fannst þetta bara svo fyndið, eins og að vera kominn í einhverja ameríska bíómynd frá 1950. Svo heyrir maður alltaf þetta lag svona af og til í fjarska þegar hann keyrir um göturnar hérna í kring. Alger snilld.

Jæja það er best að koma sér aftur í gang við lærdóminn. Góðar stundir.



þriðjudagur, mars 16, 2004

Jæja gott fólk, loksins loksins. Það eru komnar nýjar myndir í myndasafnið og gomma af þeim. Það var ekkert smá mikil vinna að henda þessu inn skal ég segja ykkur. Verð að reyna að taka þetta í smærri skömtum næst annars verður það bara ágætt hlutastarf að deila þessu með ykkur ;)

En sem sagt það er komið fullt af nýju efni en þó gæti verið nokkur skörun milli albúma en nýjar myndir af Mark st. eru komnar ásamt þeim gömlu í nýtt albúm sem nefnist "Home sweet home" endilega tékkið á þessu en ég ráðlegg fólki að taka þetta í litlum skömmtum, sérstaklega ef það er með sniglatengingu.

Annars er lítið af mér að frétta svo sem nema það að skólinn er farinn á fullt og ég sé ekki fram á að komast mikið í skoðunarferðir nema vera ske kynni hálfs dags eða dagsferðir um helgar ef ég er duglegur á virkum dögum. Ég er sem sagt í fjórum fögum. Fyrir þá sem hafa áhuga verða þau nú talin upp hinir geta byrjað að lesa næstu málsgrein: Spatial analysis in GIS, Remote Sensing, Environmental resource management and planning og svo loks er ég í Introduction to database design and management. Sum sé mjög áhugavert allt saman, kennararnir eru fínir og aðstaðan er góð.

Ég er aðallega í skólanum á mánudögum frá klukkan átta á morgnanna til níu á kvöldin og svo á þriðjudögum frá 4 á daginn til átta á kvöldin. Frí er á miðvikudögum jeiii, frí er á fimmtudögum jeiii og svo er ég aðeins í skólanum á föstudögum frá 9-11 á morgnanna. Ég efast nú samt um að þessir frídagar verði notaðir í mikið frí heldur er stefnan að vera duglegur á virkum dögum til að geta gert eitthvað skemmtilegt um helgar.



laugardagur, mars 13, 2004

Jæja nú er búið að vera nóg að gera í dag, nóg að gera við að skoða sig um það er að segja. Efir að ég var búinn að lesa moggann í morgun og borða morgunmat þá kíkti ég í local blaðið hérna, the northern news, það var nú ekkert minnst á atburðina í Madrid þar en forsíðufréttin var um að búið væri að samþykkja rekstur nýs brothels (hóruhúss) í norður hluta Brissie (svona eru nú fréttirnar mismunandi milli landa). En sem sagt aðalmálið var það að þetta hóruhús á eftir að vera mikil þjónustubót fyrir fatlaða þar sem þetta væri fyrsta húsið sem hefði aðgengi fyrir fatlaða í fyrirrúmi eða var það í hverju rúmi???. Meira að segja flestir borgarfulltrúarnir sem eru á móti slíkum húsum töldu að þetta væri nú það skásta sem hefði komið upp á borðið í þessum málum en bættu við að það væri sorglegt að enn tíðkaðist hér að konur seldu líkama sinn fyrir peninga. Annars var nú margt fleira skemmtilegt í þessu blaði fyrir utan þessa frétt og rak ég augun í auglýsingu um St. Patricks day skrúðgöngu sem átti að halda í dag niðri á Brunswick st. og þar sem ég er nú hálf írskur ákvað ég að skella mér í skrúðgöngu með keltneskum bræðrum mínum.

Skrúðgangan var öll hin skemmtilegasta, nóg af sekkjapípuleik og fólki í grænum og appelsínugulum fötum syngjandi og sprellandi. Ég tók fullt af myndum af þessu öllu saman sem ég set á netið á þriðjudaginn en þá megið þið búast við gommu af myndum því ég gerði nú fleira í dag en að kíkja á þessa skrúðgöngu. Eftir að henni lauk rölti ég um Valley markets og Chinatown og skoðaði þar allskonar glingur og dót. Einna áhugaverðast sem ég sá var karl sem var að selja siameese fighting fish fyrir lítinn pening og er ég að hugsa um að fjárfesta í einum þannig um næstu helgi ef hann verður aftur á sama stað. Þetta eru flottir fiskar sem þarf lítið að hafa fyrir, þarf ekki einu sinni súrefnisdælu í búrið hjá þeim þar sem þeir fara upp á yfirborðið til að anda. Bara skipta um vatn reglulega og setja hreinsiefni í það og gefa þeim að éta einu sinni á dag, ef þeir svo drepast þá get ég alltaf skellt þeim á wok pönnuna. Enn betra væri ef karlinn væri kominn aftur næstu helgi og þá með japaneese fighting twins til sölu ........... sem kannski hétu Fuuk Yu og Fuuk Mi.

En sumsé eftir ráp og gláp í valley markets ákvað ég, í ljósi þess að það var hið besta veður og hitinn ekki allt of mikill (loksins eru 29 gráðurnar mínar komnar), að rölta niður í the City og taka smá myndir handa ykkur þarna heima. Það var nú óvenju lítið af fólki í bænum en mér skilst að um helgar þá fari Brissie búar niður á strönd og eyði deginum þar. En hvað um það ég rölti um helstu göturnar og smellti af myndum af því sem mér fannst markvert og flott. Ég endaði svo miðbæjarferðina í ráðhúsinu þar sem er safn um Brisbane og alltaf eitthvað um að vera. Og haldiði ekki að minn hafi komist í feitt. Fullt af gömlum kortum af Brisbane allt frá 1850 og nóg af gömlum myndum af borginni og þróun hennar. Þá er sem sagt sýning í gangi um upphaf borgarinnar og því gat ég alveg sökkt mér í þetta allt saman.

Nú eftir að hafa eytt einhverjum tímum þarna í ráðhúsinu þá var ég svo áfjáður í að skoða meira að ég ákvað að rölta yfir ánna (á einni af mörgum brúm sem eru til þess gerðar) og skoða South Bank. South Bank er aðal menningar og sýningarsvæðið þeirra hér í Brisbane. Listasöfn, bókasöfn, bíó, kaffihús við ánna og nóg af tækifærum til útivistar. Hér er líka að finna einu ströndina í Brisbane, reyndar er hún 100% manngerð en annsi lagleg lítil strönd og það er ekki spurning um að skella sér þangaði einhvern morguninn í smá sundsprett og sólbað. Þarna gætir samt fleiri grasa og fann ég t.d. ekta Nepalska pagóðu, sem er nokkurs konar friðar musteri, sem byggt var hér í tengslum við heimssýninguna sem haldin var hérna árið 1988. Þeir fluttu víst allt inn frá Nepal og þar á meðal handverksmennina en svo var pagóðan aldrei tekin niður aftur.

Eftir dágóða stund á röltinu um south Bank var ég orðin nokkuð vatnslítill og ákvað því að taka ferjuna heim til New Farm en nóg var skoðað í dag. Hins vegar er nóg eftir að kíkja á hér í Brisbane og hlakka ég t.d. mjög til að kíkja á Mt Cootha - tha, sem þýðir víst fjall dökka hunangsins á máli innfæddra (það segir pocket guideinn minn allavega). Þar er víst rosalega flottur Tropical grasagarður, flottur útsýnisstaður yfir borgina og kaffi- og veitingahús og síðast en ekki síst, rúsínan nei betra en rúsína ......rjóminn í pylsuendanum .....stærsta planeterium í Ástralíu og það er nú eitthvað fyrir mig.

Annars er eitt sem ég verð að segja ykkur frá hérna sem er alger snilld og ætti einhver að vinna í því að taka upp svipað á Íslandi. En það eru hin svokölluðu BYO veitingahús og kaffihús. Ég var nú smá stund að fatta hvað þetta BYO var alltaf að gera á skiltum veitingahúsanna en þetta stendur sem sagt fyrir Bring Youre Own og þá í meiningunni alkóhól. Þá bara kemur þú með það vín eða bjór sem þú vilt drekka og stundum ertu rukkaður um nokkra dollara fyrir að láta opna flöskuna fyrir þig, svona smá málamiðlun fyrst þú ert ekki að fara að kaupa neitt áfengi á staðnum. Hugsið ykkur hvað myndi sparast heima á Íslandi ef maður færi út að borða og kæmi bara með ódýrt vín úr ríkinu!!!!!

Og eitt að lokum........ í hverfinu mínu býr skrítinn karl sem gengur reglulega framhjá húsinu mínu og hann er bara í einum skó. Hvað er málið???



föstudagur, mars 12, 2004

Hrikalegar fréttir frá Madríd sem maður les á síðum morgunblaðsins. Hér er lítil sem engin umfjöllun um hryðjuverkin í fréttum en ég hef verið að reyna að litast um eftir einhverri umfjöllun. Það er auðvitað meira um málefni líðandi stundar í þessum heimshluta en maður hefði haldið að svona atburður á heimsmælikvarða myndi fá meiri athygli. Í þessu samhengi býst ég við að Ástralir séu soldið eins og Kanar.

Ég var að tala við Kana hérna út af þessu og þeir voru nú vissir um að þetta væri Al Qaída, höfðu ekki hugmynd um hverjir ETA væru. Af hverju reyna þeir bara ekki að ná Bin Laden, sem ég spái nú að þeir geri rétt fyrir kosningar og Bush sigri í kjölfarið, og yfirheyra karlinn. En hverjir svo sem bera ábyrgðina þá er þetta allt hið versta mál.



fimmtudagur, mars 11, 2004

Það er sama vitleysan alls staðar í heiminum með þessi blessuðu símafyrirtæki. Einhvern veginn tókst þeim að klúðra nettengingunni minni hérna down under þannig að ég fæ ekki almennilegt net fyrr en eftir viku, ég var nú ekkert allt of sáttur við þá en þeir afsökuðu sig í bak og fyrir. Ég býst við að ég geti hent inn myndum samt á þriðjudaginn næsta en þá geri ég það bara niður í skóla.

Annars er það helst að frétta að skólinn er byrjaður af fullum krafti og nóg er nú að lesa skal ég segja ykkur. Ég ætla svona almennt samt að reyna að vera duglegur á virku dögunum svo ég geti nú átt eitthvað frí um helgar og gert þá eitthvað sniðugt. Svo er auðvitað alltaf spurning um hvað sé hægt að gera í páskafríinu, sá möguleiki gæti verið fyrir hendi að ég skryppi til Sydney með hópi af fólki héðan en það kemur betur í ljós síðar.

Best að klára morgunmatinn og fara og borga leiguna en það er herra Hóri (www.ljhooker.com.au) sem er leigusalinn minn.



miðvikudagur, mars 10, 2004

Úff úff úfff enn einn dagurinn þar sem hitinn fer upp í 34 gráðurnar. Hvað er þetta eiginlega það stóð í bæklingnum um skólann að meðalhitinn hérna í feb væri bara 29 gráður, ég vil fá 29 gráðurnar!!!! Það á nú annars að fara að kólna og þetta er nú samt allt að koma ég er hættur að svitna alveg óhóflega við minnstu áreynslu en það getur verið soldið erfitt að sofna stundum á kvöldinn. Ég er nefnilega þannig gerður að ég vil helst hafa rúmið mitt íííískalt þegar ég leggst upp í það, annars á ég bara mjög erfitt með að sofna. Það er því bara eitt að gera en það er að setja viftuna á og láta hana malla alla nóttina.

Ég fór niður í City í dag að kaupa mér loftnetssnúru. Það hafði ekki verið neitt loftnet tengt í íbúðina áður þannig ég fór nú fram á að það yrði sett upp loftnet í pleisið og það mér að kostnaðarlausu þar sem þetta væru nú bara mannréttindi að geta horft á fréttir. Og sem sagt loftnetskarlarnir komu í gær og settu upp þetta fína loftnet og nú næ ég sem sagt 7 stöðvum. Á einni voru fréttir, á annarri var Dr. Phil og svo sá ég þarna Jerry Springer líka, veit ekki alveg hvort það lofi nú góðu um sjónvarpsefnið sem er í boði. Það er hvort sem er allt í lagi ég ætla mér ekkert að hanga mikið inni og horfa á sjónvarp.

Nettengingin góða kemur á morgun og þá megið þið búast við nokkrum nýjum myndum af íbúðinni, af leiðinni sem ég fer í skólann (sem sagt Brisbane séð úr City Cat) og svo af valley markets og chinatown. Svo á ég eftir að taka betri ferð um downtown seinna. Verst að ég hefði getað farið niður á Gold Coast á laugardaginn en þá þurfti ég að vera heima og bíða eftir húsgögnum, en jæja ég skýst þangað bara seinna. Þetta er ekki nema hálftími með lest og kostar frekar lítið eða u.þ.b. 10 dollara fram og til baka.



laugardagur, mars 06, 2004

Ahhh upp er runnin sólríkur sunnudagsmorgun í Brissie, en það er borgin kölluð af localnum, og fínn dagur fram undan. Á dagskrá er að kíkja niður í Fortitude Valley og skoða markaðina sem eru þar í gangi núna en þeir kallast Valley markets. Það er líka á dagskránni að kíkja í Chinatown sem er í næstu götu við hliðina en annars er hér nokkuð stór hluti íbúa sem eiga rætur sínar að rekja til Kína og annarra Asíu landa. Það verður sem sagt nóg að skoða og ætla ég að taka myndavélina með núna og smella af nokkrum myndum.

Það tekur ekki nema cirka 25 mín að ganga niður í Fortitude valley héðan frá mér en í gærkveldi tók ég smá göngutúr um hverfið og gekk niður Brunswick street, sem er aðalgatan hérna í New Farm og liggur beint niður í The Valley. Þetta er alveg mögnuð gata, veitingahús á hverju strái, ítölsk, grísk, tyrknesk,sjávarrétta, tælensk o.fl. o.fl. meira segja var eitt sem bauð upp á traditional Tibetian and Nepalesee cusine (líklega nóg notað af jakuxamjólk og kjöti í þá matargerð). Auk þess eru urmull af allskonar kaffihúsum, ísbúðum og börum. Miklar freistingar á hverju strái en maður verður nú að passa budgetið.

Annars er verðlagið hér um helmingi ódýrara að jafnaði en á Íslandi að því er virðist. Sumt er ódýrara en annað að vísu t.d. eins og lambakjötið hérna kostar nánast ekki neitt en ég get fengið heilt læri á 500 kr ísl og kjúklingabringur eru um 500 kr kílóið. Vínin eru tiltölulega ódýr miðað við bjórinn samt en flaskan af ágætu áströlsku hvít- eða rauðvíni kostar um 500 kr, kannski maður fari að taka upp siðmenntaðri drykkjusiði og hætta þessu bjórveseni..............neeeeee ískaldur bjór á sólríkum degi slær út hvaða vín sem er ;)

Annars hef ég verið að reyna að kynnast þessum blessuðu nágrönnum mínum hérna en það gengur svona upp og ofan. Flestir eru voða kammó og vinalegir en fólk virðist almennt bara vilja vera fyrir sig hérna. Þetta er nú ekki eins og í nágrönnum skal ég segja ykkur. Annars hef ég frétt ýmislegt úr nágrönnum sem myndi gjörsamlega eyðileggja næstu tvö árin hjá Neighbours fans á íslandi (ef einhverjir slíkir eru til fyrir utan múttu). Það verður sko dramatík í framtíðinni hjá nágrönnum skal ég segja ykkur en meira læt ég ekki upp.

Annars er ágætt að vera hérna í Mark street, það er ekki mikil læti nema að einn nágranninn minn er greinilega að læra að spila á píanó. Það er svo sem ekki alslæmt þar sem ég heyri þetta bara svona dauft í bakgrunninum þannig þetta truflar mig ekkert. Hins vegar er verra að hann virðist ekki kunna að spila neitt rosalega vel nema Stairway to Heaven sem er alls ekki slæmt lag að hlusta á á morgnanna yfir beikon og eggjum. Mætti samt vera meira laga úrval.

Að lokum er ætlunin að kíkja í kvöld á Sassy´s, sem er íslenska kaffihúsið sem ég hef minnst á áður, og fá mér einn kaffibolla og smá spjall við Sigga Tómasson veitingamann.



föstudagur, mars 05, 2004

Ok smá weather update hérna, það varð víst aðeins meira úr þessu en smá rigning. Þetta varð eiginlega að full blown tropical cyclone eins og þeir kalla það. Askoti mikið rok og rigning en svei mér þá ef mér fannst ég ekki bara vera kominn heim nema hvað að þetta var allt saman bara eins og hin besta sturta, rigningin volg og góð. En ég er sem sagt kominn með netið í íbúðina loksins og sit því bara hérna og horfi á hvernig rokið og rigningin dynur á pálmatrjánum fyrir utan gluggann. Ég kemst víst ekki út í búð í kvöld en það er allt í lagi ég var búinn að skella dósamat í búrið og er að hugsa um að vígja nýju wok pönnuna sem ég keypti mér og búa til núðlur með grænmeti og chili túnfisk. Feiknagóð og fljótleg uppskrift sem ég lærði hjá honum Finn þegar ég gisti þar.

Annars var nú soldið fyndið af hverju ég keypti mér nýja wok pönnu. Ég hafði sem sagt fengið að gjöf eldunarsett með 3 mismunandi pottum og einni pönnu og þetta kostaði allt saman ekki nema 1000 kr ísl. Nú eftir að hafa notað pönnuna í 3 daga þá skil ég af hverju þetta kostaði bara 1000 kr. Þetta var allt voða fínt non stick dót en eftir þriggja daga notkun fór húðin af pönnuni að flagna af (ég notaði engin málmáhöld og pannan sætti ekki illri meðferð á nokkurn hátt af minni hálfu). En það var nú ekki búið eftir hálftíma fór pannan að ryðga þar sem húðina vantaði!!!!! Sem sagt crap þannig ég fór út og keypti mér alvöru wok pönnu fyrir 1000 kall he he he.



Gaman að lesa öll commentin frá ykkur heima, takk fyrir kveðjurnar og heillóskirnar :) Svo ég taki nú fyrst á tæknilegu vandamálunum: Gunnsa, myndirnar af íbúðinni eru undir fyrstu kynni af OZ (tók það víst ekki nógu skýrt fram sorrý). Sigurbjörn, internettengingin er á leiðinni. Síminn verður tengdur í dag og þá get ég verið með snigla módem tengingu í gegnum skólann þangað til ADSL tengingin verdur virk þann 11. mars. Hvernig væri svo að fara að leika næsta leik góði!!!

Það er nú ekki alveg nógu gott veður hérna núna, bara skýjað og smá rigning. Þetta er svo sem allt í lagi, hitinn er fínn, en Ástralarnir hérna kvarta sáran og kalla þetta vetrarveður. Annars er ég nú soldið spældur núna þar sem mér var boðið að kíkja niður á Gold Coast á morgun með hópi af fólki sem ég kynntist hérna í skólanum en ég þarf að húka heima í íbúðinni þar sem ég á von á restinni af húsgögnunum mínum þá. Þeir gátu því miður ekki gefið mér nákvæma tímasetningu. Ég verð þá bara að láta ströndina bíða enn um sinn, það er hvort sem er skítaveður skv. sumum ;)

Annars kom nokkuð skemmtilegt fyrir mig núna um daginn. Ég skellti mér í smá könnunarleiðangur um nýja hverfið mitt. Ég er mjög vel staðsettur þar sem ég er 10 mín að ganga að næstu strætóstoppistöð eða ferjustoppistöð, það eru 10 mín í næsta shopping center og svo er fínn garður hérna rétt hjá. Ástralir eru upp til hópa annsi líbó fólk en hér í New Farm eru íbúarnir aðeins meira líbó en aðrir greinilega. Ég held að ég hafi nú aldrei séð eins fjölbreyttann hóp af fólki á ferli á einum sað. Hér eru hippar og jakkaklæddir menn, mikið af stúdentum, götulistamenn og svo virðist vera mikið um samkynhneigð pör hérna sem eru ekkert að fara leynt með það. En allavega ég var sem sagt á röltinu að virða fyrir mér það helsta sem fyrir augu bar og þar sem ég var að skima yfir lengju af kaffihúsum sem ég var að ganga fram hjá þá rak ég augun í nafn eiganda eins kaffihúsins. Ég kannaðist nú eitthvað við stafsetninguna og leit aftur og þá stóð þar skýrum stöfum Sigurdur Tomasson!!!! Þá hafði ég sem sagt fundið kaffihús hérna í New Farm sem er í eigu íslenskra hjóna hérna og það er 400m frá íbúðinni minni. Ég auðvitað vatt mér beint inn heimtaði að fá að hitta eigandann sem var himinlifandi að sjá Íslending og varð ennþá ánægðari að heyra að ég væri búinn að flytja í hverfið. Annars spjölluðum við soldið saman um hitt og þetta hvað við værum að gera og svona bara basic get to now u samtal.

En þetta var nú ekki eini Íslendingurinn sem ég hitti í New Farm. Ég vissi fyrir að hér væri par, þau Davíð og Marin (takk fyrir síðast krakkar!) sem er að læra í Queensland Universtiy of Technology en ég komst í samband við þau í gegnum Samband íslenskra námsmanna erlendis. Davíð er trúnaðarmaður SÍNE fyrir Ástralíu og ég hafði sent honum nokkrar fyrirspurnir áður en ég kom út. Ég ákvað því að heimsækja þau en ég vissi ekki nákvæmt heimilisfang nema að ég hafði séð á netinu mynd af af húsinu þeirra og þar mátti sjá að þau áttu heima á horni Lamington st og Sydney st sem er u.þ.b. 15 mín gangur frá pleisunu mínu. Ég þurfti því að setja mig í smá spæjara fíling þegar ég kom þangað og reyna að finna hvaða íbúð þau áttu. Ég vissi hvernig bíl þau áttu þannig þegar ég fann bílinn þá var ég nokkuð viss um hvað væri rétt hús nema hvað að það voru cirka 50 bjöllur til að hringja!!!! Ákvað að reyna managerinn en þegar ég spurði hann þá kannaðist hann ekkert við nöfninn þannig ég ákvað að prófa að segja " They´re from Iceland!!!" . Þá lifnaði nú heldur yfir honum og no problem bjalla númer 55. Annars höfðu þau ekki hugmynd um að ég væri kominn til Brisbane þannig þetta kom þeim nokkuð vel á óvart en við opnuðum vínflösku og spjölluðum í dágóða stund um hitt og þetta en mest um Ástralíu og lífið hér auðvitað.

Og þar hafið þið það New Farm er orðið alger Íslendinga nýlenda!!! Annars bið ég að heilsa að sinni.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?