<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Moving day! Í þessu skrifuðu orðum er ég að fara alla leið til Stones Corner að leigja eitt stykki ute eða utility truck eins og þeir kalla það hérna í OZ. Þetta er bara pallpíll fyrir allt stóra dótið eins og sófann rúmið, ískápinn og allt hitt sem komið er niður í kassa. Mikið var það nú ekki 4 kassar af dóti og mest að eldhúsdrasli og skóladóti. En í dag eru sem sagt 6 mánuðir síðan ég flutti hérna inn á Mark street....tíminn flýgur.

Ég veit ekki hvenær ég skrifa næst inn en nettengingin í nýja pleisinu á að vera kominn í gang eftir 5 daga. En þangað til þá bara bið ég að heilsa. Mynd dagsins náði ég í á netinu en þetta er ein uppáhaldsmyndin mín og er stefnan að innramma hana og hengja hana upp á vegg einhvern daginn.


Winter in Iceland.
Posted by Hello



mánudagur, ágúst 23, 2004

Var bara að setja inn aftur link á myndasíðuna mína. Ég hef svona verið að bíða með það í smá tíma í þeirri von um að þeir þarna hjá imagestation séu búnir að gleyma mér og mínum hótunarbréfum :) Ef þeir bögga mig aftur þá held ég að ég verði barasta að finna nýja síðu sem væri synd því mikil vinna hefur farið í þessa að setja inn myndir og komment.

Annars fer nú að verða erfitt að skaffa mynd dagsins þar sem margt er þegar í myndasafninu og ég hef ekki haft tíma til að fara á stjá lengi. En að þessu sinni skellti ég bara inn ósköp hversdagslegum hlut hérna í Brisbane en það er götulist. Um helgar úir allt og grúir af listamönnum sem eru að reyna að selja sín verk.


Appreciating art on the street.
Posted by Hello



fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Helstu fréttir frá Oz í dag eru þær að búið er að finna íbúð og flutt verður inn í hana þann 26. ágúst. Þetta er nokkuð góð íbúð, 2 herbergja, 1 baðherbergi, stofa, eldhúskrókur og rúmgóðar svalir. Hún kemur með þvottavél og þurrkara sem er mikill plús og svo er 15 mín gangur í eina helstu verslunarmiðstöð í Brisbane. Skólinn er svo aðeins í 10 mín fjarlægð frá með strætó og svo er aldrei að vita nema maður kaupi sér bara hjól. En allavega nýja heimilisfangið er:

10/15 Whitmore Street
Taringa, Brisbane
4068 QLD.

Það er fínt að þetta er komið frá og nú get ég farið að einbeita mér að skólanum. Hér er því sem sagt vonandi komin betri tíð með blóm í haga og dans á rósum. Nei ætli það það er þá bara eitthvað annað sem kemur í staðinn :)


Everthing is coming up roses
Posted by Hello



sunnudagur, ágúst 15, 2004

Góðan daginn gott fólk. Mér skilst að síðustu daga hafi gengið yfir mesta hitabylgja síðan mælingar hófust. Það er glæsilegt og vil ég óska ykkur til hamingju með það. Ég skal líka fúslega játa það að það hefur verið hlýrra á Íslandi en í Ástralíu upp á síðkastið :)

Héðan er það helst að frétta að íbúðaleitin gengur svona upp og ofan. Markaðurinn hérna er alveg brjálaður, um leið og einhver íbúð sem varið er í kemur á markaðinn er hún gripinn samstundis. Það er bara eins og fólk skoði ekki heldur bara sendi inn umsókn strax til þess að tryggja sér pleisið. Ég er nú samt ekkert allt of áhyggjufullur yfir þessu þar sem það er enn tími til stefnu og ég luma á einni fasteign í bakhöndinni sem ekki er auglýst heldur var gaukað að mér. Rakarinn minn hérna í New Farm er nefnilega að leigja í St Lucia en vill flytja hingað og vill endilega að ég taki við leigunnni hjá honum. Ég fer á morgun og kíki á þetta hjá honum en miðað við lýsingarnar þá er þetta flott íbúð og á góðum prís.

Skólinn gengur svona svona en það hefur farið mikill tími í að finna íbúðir, fara og skoða og svona þannig maður er ekki alveg ofan á öllu en það má vinna það upp þegar búið er að ganga frá íbúðinni. Það er númer eitt tvö og þrjú þessa stundina. Mynd dagsins er svo af einu góðu húsi sem gaman væri að búa í en það er eitt af þessu frægu Queenslander húsum sem ég hef áður minnst á, læt þetta duga í bili.


The Australian dream.
Posted by Hello



fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Héðan frá OZ gengur lífið sinn vanagang. Ég er að komast aftur inn í háskólalífið og fá tilfinningu fyrir fögunum sem ég er í. Mér lýst vel á þau, þau eru áhugaverð en krefjandi. Reyndar það áhugaverð að ég verð að passa mig á að fara ekki út fyrir efnið þó viljinn sé fyrir hendi, það er einfaldlega ekki nægilegur tími. Væri alveg til í að lengja skólaárið, líklega í fyrsta sinn sem þessi orð hafa komið út úr mínum munni he he he.

Annars gengur sambýlið á Mark Street bara nokkuð vel þrátt fyrir þrengslin. Það eru alltaf áhugaverðar umræður í gangi, misfróðlega en áhugaverðar. Það er nú samt ekki laust við það að maður sakni þess pínu að hafa ekki sitt eigið rými. Það kemur þó með nýja húsnæðinu og á meðan þá bara hefur maður ánægju af þessum kommúnu lífstíl.

Mynd dagsins er frá Mowbray park, hinum megin við ánna andspænis New Farm. Þar er hægt að setjast niður og hafa picknik og svo er þarna boathouse þar sem fólk getur geymt bátana sína og siglt á ánni við tækifæri.


Mowbray park.
Posted by Hello



mánudagur, ágúst 02, 2004

Nú er orðið þröngt á þingi hérna í New Farm en ég er kominn með tvo tímabundna meðleigjendur. Það eru Robert frá Uganda og Elizabeth frá USA. Ég og Robert erum svo að fara á stjá að leita að íbúð en Liz er að bíða eftir að það losni herbergi hjá vinkonu sinni síðar í mánuðinum. Það er soldið síðan að það hefur verið svona mikið um að vera í íbúðinni, ekki síðan Jón bróðir og co voru á svæðinu.

Ég er nú tiltölulega nýr í þessum roommate bransa en þetta gengur ágætlega þó að það sé lítið um olnbogarými í plássinu. Ég tók hins vegar að mér að vera kokkurinn eftir að hafa smakkað á matreiðslu hinna tveggja, eins gott að þau tala ekki íslensku :) Ekki mótmæltu þau og í staðinn þarf ég hvorki að vaska upp, ganga frá, þrífa eða þvo þvott, sem ég er fullkomlega sáttur við því slík húsverk eru mér ekki að skapi. Svo er líka heilmikill sparnaður í þessu þar sem nú deilist leigan niður á þrjá ;)

En nóg af blaðri ég þarf að fara að koma mér að læra. Ég ætla að reyna að halda áfram þeirri hefð að hafa mynd dagsins frá Oz. Gæti orðið erfitt til lengdar en ég skal reyna að hafa eitthvað sniðugt. Svo má auðvitað senda inn óskir um myndefni t.d. eitthvað úr hversdagslífinu hérna ef þið eruð forvitin.

Mynd dagsins í dag er hins vegar frá hinni hinni frábæru North Stradbroke Island og sýnir gil eitt sem frægt er vegna útsýnis og mikilfengleika. Það mun kallast North Gorge þar sem um tvö slík er að ræða og hitt er kallað south gorge en er ekki eins stórt.


North gorge, North Stradbroke Island.
Posted by Hello



This page is powered by Blogger. Isn't yours?