<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 27, 2004

Nýjar myndir komnar í hús, beint úr nýju myndavélinni minni af nýja heimilinu mínu. Þetta var nú soldið skondin saga með myndavélina. Ég fór niður í bæ í gær til þess að kaupa gripinn en hafði áður kíkt á föstudaginn til þess að skoða. Þetta er alveg gænýtt módel frá Fuji og mjög vinsælt þannig fyrsta sendingin var nánast orðin uppseld en þessi búð átti til nóg á lager var mér sagt. Ég lá því á meltunni yfir helgina og skoðaði aðrar vélar og verð og hvaðeina.

Hafði svo gert upp hug minn og ætlaði að fara að versla gripinn í gær. Ég var fyrsti kúninn inn um dyrnar klukkan 9 þegar opnaði og vatt mér að afgreiðslumanninum og sagði "Æd læk tú bæ a kamera plís, the fuji s5500 plís". Var mér svarað um hæl " Nó vörrís meit!" og afgreiðslumaðurinn vatt sér baka til að ná í gripinn. Eftir mínútu bið kemur hann aftur og segir við mig "Vír sóld át meit!". Þá hafði allt klárast á laugardeginum og bara sýningareintakið eftir sem hann vildi selja mér. Ég var nú ekki alveg að kaupa það, sérstaklega þar sem hann vildi ekki gefa mér neinn afslátt að ráði þannig hann sagði mér að koma aftur kl 9:30 og tala við bossann.

Ég skrapp því og fékk mér kaffibolla og hugsaði hversu óheppinn ég væri þar sem ég ætlaði að taka vélina með mér í breikinu og taka nokkrar myndir. En jæja ég mætti svo aftur kl 9:30 til þess að ræða við séffann en hvað haldið þið þá, það er hrópað að mér "hey júr in lökk meit æ fánd vonn in þe bakk!". Þá hafði ein lítil myndavél verið að fela sig í horninu og þannig æxlaðist það að ég fékk síðustu fuji finepix s5500 myndavél í Brisbane ;) (allavega þangað til í þarnæstu viku þegar næsta sending kemur).

En nóg af blaðri endilega kíkið í heimsókn með því að smella á linkinn photos og svo velja viðeigandi albúm.


Whitmore street, Taringa.
Posted by Hello



sunnudagur, september 26, 2004

Mér tókst að laga eldvegginn minn þannig að nú heldur hann vondu köllunum úti en hleypir góðu köllunum út þegar þeir vilja. En á mannamáli þýðir það víst að ég get sett myndir á vefsíðuna mína aftur.

Að þessu sinni er mynd dagsins af nýju myndavélinni minni, er hún ekki fín!


Fujifilm finepix s5500 zoom.
Posted by Hello



föstudagur, september 24, 2004

Nú er vikan senn á enda, eiginlega búin skv. mínum kokkabókum, allavega eru bjórinn og kartöfluflögurnar komnar fram. Hitinn fór upp í 30 gráður í dag og enn er langt í sumarið, vísbending um það sem koma skal býst ég við. Var samt ekki alslæmt þar sem rakinn var ekki það mikill.

En ég er sem sagt kominn í frí...eða þannig. Næstu vikuna verða engir fyrirlestrar en það er samt nóg að gera. Við Robbi stefnum nú á að taka allavega nokkra daga í að gera lítið sem ekkert. Stefnan er að leigja bíl og keyra niður til Gold Coast og gista hjá vinkonu okkar henni Jazmin á ströndinni í tvo daga og svo sjá til hvort við kíkjum ekki eitthvað lengra.

Ég fór niður í bæ í dag til að skoða nýja stafræna myndavél, sá þar nýtt módel frá fuji. En síðasta fuji vél endist ekki lengi af hverju er ég að pæla í fuji aftur, myndi einhver spyrja. Jú sjáið til, þetta er í mínum verðflokki, þetta notar sömu týpu af minniskortum og síðasta vél og auk þess er tveggja ára ábyrgð á þessari :) Græjan heitir fujifilm finepix s5500Z fyrir þá sem hafa áhuga.

Annars verð ég að afsaka að engar myndir dagsins hafa verið upp á síðkastið, ég á í mestu vandræðum með að stilla eldveginn minn hérna svo að ég geti sett þær á netið. Ég skal reyna að vinna í þessu.



föstudagur, september 17, 2004

Ég vil byrja á að biðja dygga og trygga lesendur bloggsíðunnar afsökunar á þeirri ládeyðu sem ríkt hefur hér á síðunni. Ég get ímyndað mér að það hafi fallið ófá tár hjá sumum þegar þeir, fullir eftirvæntingar, kíkja í heimsókn aðeins til þess að sjá að ekkert hefur breyst.....afsakið, afsakið ég er aðeins mennskur.

En já það hefur verið hrikalega, ógeðslega, viðbjóðslega mikið að gera í skólanum en það gengur. Í raun er komið að blessuðum lokasprettinum því eftir næstu viku er mid semester break og eftir það eru bara 4 vikur eftir af misserinu. En skólinn hefur ekki verið eina ástæðan fyrir þögninni, þráðlausa netið, barnið mitt, hefur verið veikt. Eyddi t.d. 2 klukkutímum í símanum með tæknimanni að nafni Richard um daginn til þess að reyna að komast að meininu. Núna virðist það vera að lagast sem betur fer, vonum það besta.

Svo var líka soldill tími sem fór í djamm í síðustu viku þar sem vinkona mín hún Liz var að yfirgefa Oz for good og auðvitað voru síðustu kvöldin notuð til þess að kíkja á djammið á The Regatta og Story Bridge hotel. Ég í kjölfarið lofaði henni að ég kæmi í heimsókn til hennar til Kalíforníu eftir 4 ár ef ESRI GIS ráðstefnan verður haldin í San Diego aftur (minnir að hún sé alltaf haldin þar, Alli leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér).

Jæja ég þarf víst að fara að koma mér í skólann, þó er laugardagur og sólin skín........



föstudagur, september 03, 2004

Halló halló ég er á lífi! Loksins er ég kominn með almennilega nettengingu aftur og auk þess er ég kominn með þráðlausa tengingu þar sem ég sit núna úti á svölum í sólinni og horfi á umferðina fyrir neðan.

Flutningarnir gengu vel nytjatrukkurinn frá Hornsteinum (© Alli) var troðinn í hverri ferð en á endanum urðu þær þrjár. Svo var farið og keypt ýmislegt dót í viðbót, svefnsófi, fyrir alla gestina sem greinilega berjast um flugsæti til að koma í heimsókn til mín í Ástralíu :) Ég þyrfti eiginlega bara að setja myndir af pleisinu á netið og ætlaði einmitt að gera það núna áðan en komst að því að stafræna myndavélin mín er endanlega biluð og það kostar meira að gera við hana heldur en að kaupa nýja. Þar að auki er gsm síminn minn að bila líka, ég hef eflaust minnst á þetta áður en þetta er hin svokallaða raftækja bölvun sem hvílir á mér og minni familíu þar sem allt sem við kaupum er yfirleitt gallað eða bilar rétt eftir að við kaupum það.

En skítt með það loksins er allt komið á sinn stað og ég get farið að lifa eðlilegu lífi. Skólinn gengur svona la la, er smá eftirá en ég næ þessu upp áður en mid semester breakið byrjar.

Annars er það helst að frétta að ég hef verið að gera tilraunir með ástralska matargerð hérna. Eldaði kengúru ofnsteik um daginn. Hún var líka svona hoppandi góð, mjög meyrt og gott kjöt með smá keim af villibráð. Svo smakkaði ég líka hið víðfræga Vegemite, sem er ekkert annað en ger sem verður eftir þegar búið er að brugga bjór. Þessu smyrja þeir á ristað brauð og borða með bestu lyst. Ímyndið ykkur bjór sem hefur verið látinn standa þangað til hann er að mestu gufaður upp nema þykk skán í botninum, skrapið hana upp og setjið á brauð....nammm. Þetta var samt ekki svo vont, soldið salt, soldið rammt en nóg af B vítamíni. Þar sem það var keypt krukka af þessu þá verð ég víst að harka þetta og klára sullið.

En já sem sagt engar myndir og nú þarf ég að fara að líta í kringum mig að myndavél því án hennar get ég nú ekki verið hérna í OZ.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?