<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 24, 2005

Ég kláraði fyrstu tvær blaðsíðurnar í lokaverkefninu mínu í dag, innganginn þar sem ég skilgreini í raun allar helstu rannsóknarspurningarnar og almennt kynni það sem ég er að fara að gera. Ég hef alltaf haldið því fram að fyrstu 4 blaðsíðurnar á svona verkefnum séu þær erfiðustu þannig ég er rétt hálfnaður. Bara ánægður með að þetta sé loksins komið á skrið.

Ég hef alveg verið að drepast í þessari forritun upp á síðkastið. Ég eyði allt of miklum tíma í þetta dót en samt kemst ég mjög lítið áfram. Mjög svekkjandi dæmi. Verst af öllu er að ég held að ég eigi ekki eftir að njóta frísins míns vegna þess að ég verð svo stressaður yfir því sem bíður mín þegar ég kem til baka :) Kannski ég komist í netkaffi síðasta daginn minn þarna bara til að friða samviskuna.....nei það væri nú slakt held ég, sleppi því fæ mér bjór í staðinn og slappa af.

Annars vona ég að þið hafði það öll gott um páskana hvort sem þið ætlið að ferðast eða slappa af heima, gleðilega páska.



fimmtudagur, mars 17, 2005

Já það eru litlu hlutirnir í lífinu sem gleðja mann mest. Nú rétt í þessu var ég að semja mitt fyrsta forrit og ég bara varð að deila gleði minni yfir þessu með ykkur (já já kallið mig bara nörd). Þetta er alveg stórsniðugt forrit en það margfaldar saman tvær tölur án þess að nota margföldun. Mergjað ekki satt! Ég læt forritið fylgja hér með ykkur til skemmtunar. Reyndar má b ekki vera neikvæð tala því þá er skrattinn laus en það var hvort sem er gert ráð fyrir að b væri alltaf jákvæð tala.

(define slow-mul (lambda (a b)
(cond ((= a 1) b)
((= b 1) a)
(else (slow-mul-helper 0 0 b a)))))


(define (slow-mul-helper product counter b a)
(If (= counter b) product
(slow-mul-helper (+ product a) (+ counter 1) b a)))


Já um þetta snýst sem sagt lífið hjá mér þessa dagana, forritun forritun og meiri forritun. Endalaus gleði og hamingja.



miðvikudagur, mars 16, 2005

Mig langar í ferðalag um páskana. Ég er búinn að vera að gæla við þá hugmynd að fljúga norður til Whitsunday eyja og fara þar í 4 daga siglingu um borð í seglskútu þar sem dögunum yrði eytt í göngutúra á yfirgefnum ströndum, sólböð og snorkl innan um litríka fiska og kórala. Hvað segið þið á ég að skella mér? Ég hef ekki verið eins duglegur í skólanum eins og ég hefði viljað en mér finnst ég bara verða að komast eitthvað út og njóta þess að vera til.


Whitsundays. Queensland.
Posted by Hello



fimmtudagur, mars 10, 2005

Hérna við hliðina á okkur býr endurskoðandi sem heitir Peter. Stundum hitti ég eða Robert hann Peter í sameigninni og þá er aðeins spjallað. Það fyndna við þessi spjöll er að þau eru eiginlega bara í aðra áttina. Peter greyið er ágætiskall en það vill svo óheppilega til að hann er með öllu óskiljanlegur. Hann talar hratt, lágt og hann muldrar þannig að oftast nær er ekki nokkur leið að skilja hvað hann er að segja maðurinn, maður nær kannski einu orði inn á milli.

Til að byrja með reyndi ég eftir fremsta megni að skilja hvað hann var að segja og notaði svo oft orðatiltækin "pardon" "Excuse me" og "Sorry what?" að hann hefur örugglega haldið að ég væri þroskaheftur og/eða heyrnarlaus. Stundum hef ég heldur bara ekki orku í það að leggja við hlustir eins og brjálæðingur heldur segi bara "yes" "ok" og brosi þegar hann hlær. Ég kann betur við það en að segja bara beint út við hann að ég skilji ekki bofs sem hann segir þó það væri nú hreinskilnislegra.



fimmtudagur, mars 03, 2005

Ég ætla að röfla aðeins um ástralska útlendinga eftirlitið. Þannig er mál með vexti að ég er með vegabréfsáritun sem nemandi hérna til 2. ágúst. Nú hafði ég hugsað mér að framlengja dvöl mína hérna um einn mánuð amk til að ferðast aðeins um. Það er víst ekkert mál að fá framlengingu sem túristi en manni er gróflega mismunað eftir því hvort maður er staddur í Ástralíu eða ekki þegar sótt er um slíka áritun. Ef þú ert í Ástralíu þegar þú sækir um þá þarftu að borga 200 AUD ásamt að skila inn hrúgu af meðfylgjandi gögnum og þar fram eftir götunum (getur þ.a.l. ekki sótt um á netinu heldur). Nú hins vegar ef þú ert utan Ástralíu þá getur þú sótt um á netinu og það kostar 20 AUD og tekur einn til tvo daga og þarft ekki að skila neinum gögnum. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega?

Ég hef ákveðið að láta reyna á að finna smugu framhjá því að borga þessa 200 AUD. Ég hef verið að pæla í því hvort ég geti bara ekki skroppið snöggvast til Nýja Sjálands og sótt um vegabréfs áritun þar á netinu. Ég hef verið að skoða fargjöld á netinu héðan frá Brisbane til Auckland á NS og samtals er það 314 AUD. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er dýrari kostur þegar allt er komið inn í þetta eftir nokkra daga dvöl á NS en ég vil frekar eyða peningunum mínum í að ferðast og skoða nýja staði heldur en að borga undir rassgatið á einhverjum skriffinnum í Canberra. Ég ætla að rannsaka þetta mál frekar á næstu dögum og ef ég kemst að því að þetta sé möguleiki þá er ekki spurning að ég skelli mér til Kiwi lands.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?