<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 30, 2005

Athugasemdakerfi eru skemmtilegt fyrirbæri sem kom fram stuttu eftir að bloggin fóru að spretta upp eins og sveppir út um allt. Með þeim er hægt að senda stutt skilaboð, spurningar eða skapa umræður út frá upprunalegu bloggi höfundar. Sumar bloggsíður bjóða upp á athugasemdakerfi innbyggt en hjá öðrum þá þarftu að fá það gegnum þriðja aðila.

Nú fer það hins vegar soldið í taugarnar á mér að sumir virðast ekki skilja hugtakið með athugasemdakerfinu sjálfu. Persónulega þá finnst mér gaman að fá athugasemdir, tek þátt í þeim umræðum sem skapast (ef einhverjar eru) og sérstaklega svara athugasemdum ef um beinar spurningar til mín er að ræða. Aðrir svara hins vegar ekki athugasemdum, sem er svo sem alveg á þeirra valdi sett en mér finnst það nú lágmarks kurteisi að svara beinum spurningum ef þær koma fram á athugasemdakerfinu annars sé ég engan tilgang með því.

Hvað er annars merkilegt að gerast, tíunda plánetan í sólkerfinu hefur verið staðfest (sumir vilja þó meina að risastór klumpur úr ís og grjóti teljist ekki til plánetu). En þetta finnst mér frábært því ef við erum enn að gera uppgötvanir í eigin sólkerfi þá er aldrei að vita hvað bíður lengra í burtu og á eftir að koma í ljós.



þriðjudagur, júlí 26, 2005

Nú hefur ekki heyrst í mér í ansi langan tíma og því ætla ég að bæta úr því hér með. Ástæðan fyrir bloggleysinu síðustu tvær vikur hefur verið sú að ég var að flytja út úr íbúðinni. Svo var ég líka að útskrifast! Já nú er maður víst formlega orðinn útskrifaður með pomp og prakt þann 22. júlí 2005. Ég læt því fylgja með þessu bloggi útskriftarmynd sem tekin var við þetta tækifæri. Þetta er hluti af "grúppunni" minni hérna í Ástralíu, við vorum þrjú sem útskrifuðumst ég með Master í GIS og stelpurnar voru með Master of Environmental management.

Útskriftardagurinn var mjög fínn, athöfnin ekki of löng eða leiðinleg og svo buðu þau Finn og Marge (mínir áströlsku kjörforeldrar eins og ég kýs að kalla þau) mér út að borða á einu fínasta veitingastað í Brisbane (hef ég aldrei áður snætt á stað í þessum caliber áður og var þetta alveg frábært). Síðar um kvöldið (og nóttina reyndar) hitti ég svo grúppuna mína og var tekið aðeins á djamminu.

En ég var ekki lengi í paradís því næsta morgun þurfti að þrífa íbúðina því leigusamningurinn var að renna út þarnæsta dag. Því var helgin að mestu eytt í þrif og að flytja. Nú bý ég hjá vinkonu minni Alison, ég sef í svefnsófanum hérna frammi í stofu og lifi upp úr ferðatöskunni minni, það fer samt alveg ágætlega um mig.

En það hefur aldeilis reynt á þolrifin í mér síðustu daga. Það hafa allir þurft að vera með vesen síðustu daga, leigusalinn er búinn að kalla á mig tvisvar til að þrífa betur ýmislegt í íbúðinni þar á meðal örbylgjuofninn sem var nú tandurhreinn til að byrja með. Svo er útlendingaeftirlitið að gera mig gráhærðan út af möppudýrshætti og skriffinsku, svo er eins og á þeim bæ að hægri höndin viti ekkert hvað sú vinstri er að gera því ég fæ oftast misvísandi eða bara rangar upplýsingar um hvað ég eigi í raun að gera. Þetta reddast nú samt vonandi. Síðast en ekki síst hefur svo háskólinn verið að gera mér lífið leitt þar sem ég sendi á þá eitt lítið eyðublað frá LÍN sem þeir áttu að fylla út en það virtist enginn vita hver ætti að gera það þarna niður frá þannig þetta var sent fram og tilbaka og nú loksins eftir 3 vikur er þetta komið til mín aftur.

Ég hata alla þessa skrifinsku og bull sem fylgir því að lifa lífinu í dag, þess vegna ætla ég bara að drífa mig inn í miðja Ástralí þegar ég er búinn að fá vegabréfsáritunina mína. Inn í miðri eyðimörkinni þá þarftu ekki að muna neitt því það er enginn þar til að valda þér leiðindum...........ég hlakka til. Það er eins og þeir syngja í Queens of the Stone Age, "We get some rules to follow....this and that...these and those....no one knows."


Graduation Day, 2005, top: Finn,Marge, bottom left: Jason, Sonja, Bogi, Jazmin, Rebecca, Robert.
Posted by Picasa



þriðjudagur, júlí 12, 2005

Síðustu dagar hafa verið mjög ljúfir dagar, borða, sofa, drekka bjór og rölta um götur Brisbane. Á sunnudaginn æfðum við okkur í boomerang kastleikni hérna úti í garði. Drápum engan en ég fékk það næstum tvisvar í hausinn, merkilegt miðað við hversu stórt pláss var í kringum mann en þetta þýðir bara að ég er að gera eitthvað rétt þar sem það á nú að koma til baka. Svo var kíkt í bíó á Batman Begins, mjög góð fannst mér bara, svona í sama kaliber og fyrstu tvær myndirnar með Michael Keaton. Gaman að sjá líka Íslands senurnar, skrítið að sjá búddamusteri við Vatnajökul samt en gaman.

Á mánudaginn kíktum við svo í skoðunarferð hérna um Brisbane, tókum ferjuna á UQ kampusnum og sigldum svo niður ánna og fórum úr af og til til að rölta um og skoða ýmsar byggingar og borgarhluta eins og Chinatown þar sem við fengum okkur hádegismat.

Í dag kíktum við svo í golf og gekk það bara furðuvel hjá mér miðað við að ég hef ekki sveiflað kylfunum í tæp tvö ár núna. Við tókum 9 holur og þetta var jafnt og spennandi en völlurinn hefði mátt vera betri en það verður að taka það með í reikninginn að hér er vetur og þeir eru að nota tímann til að sanda greeninn og svona sinna ýmsum viðhaldsverkefnum fyrir sumarið.

Á morgun er svo stefnan tekin á að kíkja í dýragarð og sjá öll helstu áströlsku dýrin eins og kengúrur og kólabirni "up close". Á fimmtudaginn er ætlunin svo að leigja bíl og keyra niður að strönd og sjá hvort það megi ekki vinna aðeins í brúnkunni en síðan Sigurbjörn mætti þá hafa verið mestu rigningar hérna í Ástralíu á þessum árstíma í sex ár (venjulega eru veturnir sólríkir og sældarlegir).


Golf at St Lucia Golf Links, Brisbane.
Posted by Picasa



laugardagur, júlí 09, 2005

Bara að láta vita af mér en við erum komnir aftur til Brisbane. Sydney var sýndi sínar bestu hliðar, þetta er held ég einhver fallegasta stórborg sem ég hef komið í. Ég ætla nú að hafa þetta stutt núna þar sem við komum seint inn og ég er nokkuð þreyttur.

Það verður rólegur dagur á morgun, kannski kíkt í bíó og bara tjillað en svo tekur við stutt ferðalög hérna í kringum og í Brisbane.

Skelli inn svo einni mynd af óperuhúsinu og hafnarbrúnni í Sydney, alltaf klassískt myndefni þegar maður heimsækir þá borg.


Opera house and Harbour Bridge, Sydney.
Posted by Picasa



miðvikudagur, júlí 06, 2005

Vid felagarnir erum maettir til Sydney og vorum herna i dyrlegu vedri ad klifra yfir Sydney Harbour bridge. Madur attar sig ekki a thvi hvad thette er mikid mannvirki fyrr en madur kemst i navigi vid thad. Thetta var alveg frabaert.

I fyrradag vorum vid svo staddir a 11m dypi ad kafa a rifinu mikla. Thad var lika alveg mognud lifsreynsla, thetta er allt annar heimur tharna nidri. Kom samt a ovart hvad thetta var audvelt og thaegilegt. Bjost vid ad thad yrdi skritid ad anda og kannski sma kofnunartilfinning en thetta var bara alveg frabaert. Eg hlakka til ad setja myndirnar a netid.

A morgun er svo forinni heitid upp i Blafjoll en nuna aetla eg adeins ad slappa af og svo verdur farid ut a kranna i kvold og horft a rugby.



laugardagur, júlí 02, 2005

Hallo, ferdalagid gengur vel, vid erum bunir ad leggja 1700km ad baki og erum staddir i Bowen. I gaer voru miklar andstaedur hja okkur thar sem vid byrjudum hatt uppi i fjollunum i regnskoginum og endudum nidri a strond herna i Bowen og snorkludum og skodudum korala og allskonar fiska. I morgun forum vid svo aftur ad snorkla, lagum i solbadi og lekum listir okkar med frisbi a strondinni.

Nuna er svo framundan ad keyra til Cairns, cirka 700 km og thar aetlum vid ad kikja i ferd ut a rifid mikla og kafa. Nu er timinn ad verda buinn herna a internetkaffinu sem vid fundum thannig eg bid bara ad heilsa i bili.

Over and out.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?