<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 25, 2006

Þetta var bara ágæt helgi, leið samt allt of fljótt eins og ég sagði í síðast pósti. Finnst ég ekki eiga mér neitt frí og alltaf í vinnunni. Þetta hlýtur að venjast.

Hringdi í gær í félaga minn hann Robert frá Uganda, hafði ekki talað við hann í tæplega ár. Við rifjuðum upp góða tíma í Oz og ræddum nýju vinnurnar okkar og hvar klíkan úr University of Queensland væri öll niðurkominn og hvað þau væru að gera. Maður fékk svona netta fortíðarþrá og það var ekki laust við það að maður saknaði tímanna í Ástralíu. Ég á eftir að fara aftur einhvern tímann, spurningin er hins vegar bara hvort það verður sem túristi eða til frambúðar.

Ég kíkti á Aikido æfingu í dag, er hálf þreyttur eftir allt bröltið. Ég hafði mjög gaman að og hugsa að ég fari bara að mæta reglulega. Þetta er fín hreyfing, maður lærir smá sálfsvörn og svo er þetta líka rétt hjá Orkustofnun í Faxafeninu. Á þessari æfingu hitti ég líka mann sem ég var að vinna með fyrir austan, fyrrverandi mælingamann að nafni Ísbjörn. Fyndið hvað heimurinn er stundum lítill og Ísland ennþá minna.



laugardagur, september 23, 2006

Mikið er skrítið að þurfa ekki lengur að vinna 10 daga og fá frí í 4. Ég er ekki alveg kominn inn í þetta dæmi ennþá. Verst er að mér finnst helgarfríið svo ferlega stutt, mér líður bara eins og ég sé alltaf í vinnunni. En ég hlýt að venjast þessu með tíð og tíma.

Ég er búinn að eyða morgningum í að sorter myndasafnið mitt og rökræða við páfagaukinn Kiki sem er hérna í pössun. Siggi bróðir og fjölskylda eru á leið út til Kaliforníu og var gauksi settur í pössun hingað. Það er gaman að svona gæludýrum en samt eitthvað svo sorglegt að hafa þau í búri. Hugsa að ef ég fæ mér einhvern tímann gæludýr þá verða það fiskar.



fimmtudagur, september 21, 2006

I´m BACK!!!!! Eftir nákvæmlega eins árs hlé þá hef ég ákveðið að setjast niður og hefja skriftir á ný. Hvort það er góð hugmynd eða ekki er ég ekki viss um en það á eftir að koma betur í ljós síðar.

Sumir hafa ef til vill tekið eftir því að titill bloggsíðunnar hefur breyst. Fyrir ykkur hin sem hafa ekki tekið eftir neinu og sjá engar breytingar þá var titillinn sem sagt "Bloggað frá Oz - Hvað er á seyði hérna hinum megin". Glöggir lesendur ættu því að veita því athygli að nú er titillinn á þessa leið "Bloggað frá Os - Hvað er á seyði hérna megin".

Ástæðan fyrir þessari littlu og óáberandi nafnabreytingu er sú að eins og flestir vita er ég kominn frá Ástralíu (og hef ekki verið þar lengi eða u.þ.b. ár) en það sem kannski færri vita um er að ég hef hafið störf hjá OS (Orkustofnun) þar sem ég mun gegna stöðu sérfræðings í landfræðilegum upplýsingakerfum og fjarkönnun. Mjög spennó og alveg 100% það sem ég fór út í Ástralíu til þess að læra og hef áhuga á. Sem sagt allt í góðum gír.

Það er ekki mikið sem hefur gerst annars á þessu eina ári sem liðið er síðan ég bloggði síðast. Það er þó helst að nefna að ég sendi sjálfan mig í útlegð til Reyðarfjarðar þar sem ég vann fyrir mér sem mælingamaður á álverslóðinni. Þetta var áhugaverð lífsreynsla, ekki svo alslæm en ekki fyrir hvern sem er. En látum þetta vera gott að sinni, endilega látið orðið berast um endurkomu galdrakarlsins í Os.

Blóm og kransar afþakkaðir.



Varud! - Orkuboltar ad storfum.
Posted by Picasa



This page is powered by Blogger. Isn't yours?