<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 24, 2006

Ég er aftur dottinn soldið inn í ljósmyndadelluna mína, hafði ekki mikinn tíma til að sinna þessu í sumar sökum vinnunnar en nú ætla ég að gera bót á máli. Er búinn að setja nokkur ný albúm inn á myndasíðuna og nú síðast norðurljósamyndir sem ég náði.

Annars gegnur bara vel í vinnunni, nóg að gera og gaman. Reyndar létt stress í gangi hjá mínum núna því á fimmtudaginn næsta á ég að halda erindi á Landupplýsingaráðstefnu LÍSU samtakanna um eitt af þeim verkefnum sem ég er í. Þetta verður þá frumraun mín í ráðstefnubransanum sem fyrirlesari, vona að fólk taki mér bara vel og verði ekki með eitthvað vesen!

Svo eru breytingar væntanlegar hérna í vinnunni strax á næsta ári sem ég má ekki tjá mig um að svo stöddu. En held að það verði bara öllum til góðs og býður upp á spennandi hluti.



fimmtudagur, október 19, 2006

Ég átti víst afmæli á mánudaginn, takk fyrir kveðjurnar þeir sem mundu eftir því. Hinir mega bara eiga sig....nei alls ekki bara smá djókur. Sjálfur er ég mjög gleyminn á afmælisdaga og skrifa þá aldrei hjá mér.

En þetta var bara rólegur dagur hjá mér enda skellti ég mér í helgarferð til Kaupmannahafnar um síðustu helgi og var það svona nokkurs konar afmælisferð ef má segja. Kaupmannahöfn er skemmtileg borg og kósí, er viss um að ég á eftir að kíkja þangað einhvern tíma aftur.

Það er víst byrjað að skjóta hvali....undarleg ákvörðun það enda tel ég engan markað vera fyrir hvalkjöt til framtíðar. Norðmenn og Japanir eru sjálfum sér nægir og hérna á Íslandi ræður pizzakynslóðin ríkjum og lætur ekki bjóða sér einvhern fúlan hval í mat. Þetta held ég að sé svo sannarlega bara einvher "stórfiskaleikur" hjá okkur Íslendingum enn eina ferðina.



mánudagur, október 02, 2006

Ég verð að kvarta yfir OgVodafone, internettengingin hjá mér datt út á föstudagskvöld og þegar ég hringdi í þjónustuverið var mér tjáð að þeir gætu ekki litið á þetta fyrr en á mánudag. Ég hef því verið án tengingar um helgina sem er svo sem allt í lagi en þessi seinagangur hjá þeim finnst mér ekki nógu góður.

En helgin var ágæt, hafði það mjög gott og kíkti svo í haustlitaferð til Þingvalla á sunnudaginn. Veðrið var alveg frábært og ég tók fullt af myndum sem ég set á netið þegar netið kemst aftur á.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?