<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 14, 2007

Hvað er annars að frétta? Nóg að gera í vinnunni, gaman í vinnunni, sumarið komið. Ekkert smá hressandi að fara út á góðu sumarkvöldi, draga andann djúpt og finna trjá- og graslyktina í loftinu.

Á laugardaginn flýg ég svo til San Diego á GIS ráðstefnu allra GIS ráðstefna. Hlakka mikið til enda nóg af áhugaverðum fyrirlestrum og námskeiðum. Verð í SD í 6 daga og tek mér svo 7 daga í frí og flýg til San Francisco þar sem ég ætla mér að slappa af og njóta lífsins.

Ég kíkti í dagsferð upp á Snæfellsnes um síðustu helgi, fékk frábært veður. Endaði túrinn á Búðum og gekk að Búðaklett og Búðahelli. Ég er búinn að setja inn myndir úr ferðinni ef einhver vill skoða. Ferðin endaði nú næstum með ósköpum þegar jeppi með fellihýsi í eftirdragi brenndi fyrir mig en ég rétt náði að nauðhemla og sveigja út í kant og var næstum farinn út af veginum.

Gaurinn var í algerum órétti og þegar ég náði honum og spurði hann út í þetta þá var hann bara hinn rólegasti og sagðist ekki hafa séð mig. Hvernig væri að hafa hugan við aksturinn? En allavega ég er bara glaður að ekki fór verr, þetta hefði getað farið mikið verr.

En ég býst við að láta ekki heyra í mér fyrr en ég kem aftur í lok júní. Skemmtið ykkur öll vel á 17. júní, ég mun halda upp á hann í Kaliforníu annað árið í röð (svona er maður nú þjóðrækinn :).





laugardagur, júní 02, 2007

Ég kíkti aðeins niður í bæ í gærkvöld, ég verð að segja að þetta reykingabann er bara alger snilld. Það var t.d. skemmtileg upplifun að ganga inn á Ölstofuna og það var blómailmur í loftinu. Svo lyktuðu ekki fötin mín eins og öskubakki þegar ég fór aftur út.

Ég var líka ánægður með hvað fólk virti bannið vel og fór út að reykja ef það þurfti þess. Enginn með neitt vesen og leiðindi. Ég spái því hins vegar að sala á neftóbaki eigi eftir að aukast eitthvað :)



This page is powered by Blogger. Isn't yours?