<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, október 27, 2007

Ég græddi heilan dag í gær! Var á leið í vinnuna að hlusta á morgunútvarpið þegar þáttastjórnendur byrjuðu á því að kveðja og óska fólki góðrar helgar ásamt því að minna fólk á að morgunútvarpið myndi mæta aftur til leiks á mánudagsmorgun.

"Uss hvaða letingjar eru þetta" hugsaði ég með mér "Ætla sér bara að taka langa helgi þar sem að í dag er bara fimmtudagur". Smátt og smátt fór nú samt að renna upp fyrir mér að í raun var ekki fimmtudagur heldur var kominn flöskudagur!!! Mikið ofsalega var ég kátur þar sem að ég sá fram á að geta sofið út næsta morgun :)

Já það er gaman að græða dag en svona lagað er vísbending um að maður sé of niðursokkinn í vinnuna og þurfi að fara meira út úr húsi!



þriðjudagur, október 23, 2007

Klukkan 9 í morgun sat ég í mestu makindum, í sloppnum og náttbuxunum, við eldhúsborðið heima og gæddi mér á BLT samloku og appelsínusafa sem ég haðfi nýlokið að búa mér til. Hringir þá ekki gsm síminn minn og er það hún Jórunn yfirverkefnisstjóri hjá Vatnamælingum. "Bogi...." segir hún "Við erum hér, hvar ert þú?".

Þá var sem sagt fundur kl 9 út af flóðaverkefninu niðri á Grensás með ráðuneytisstjóranum og framkvæmdanefndinni og ég átti að vera búinn að prenta út kort og gera allt reddí. Eina vandamálið var að það hafði gleymst að láta mig vita af nokkru þessu. Ég snaraði mér því í einhver föt, skellti derhúfu á úfinn og ógreiddan kollinn og mætti 7 mínútum seinna niður á Grensás órakaður og óbaðaður til að heilsa ráðuneytisstjóranum og fleiri jakkafataklæddum herrum. Mér var svo reyndar tjáð að þar sem ég væri sérfræðingurinn þá mætti ég vera svona casual auk þess þá væri þetta bara meira sexy!

En allavega ég reddaði þessu auðvitað og sýndi bara kortin beint á skjá í gegnum netið og landfræðilega upplýsingakerfið. Eftir fundin þá tölti ég svo inn á klósett, tók upp tannburstann minn og tannkremið sem ég hafði gripið á leiðinni út, burstaði tennurnar vel og vandlega og hugsaði með mér.......it´s going to be one of those days!



fimmtudagur, október 18, 2007

Það er svo sem lítið að frétta héðan, var reyndar með fyrirlestur á ráðstefnu LISU samtakanna á Grand Hótel í gær. Hann gekk bara mjög vel og fékk ég góðar undirtektir þó svo að ég hafi aðeins gleymt mér í kjaftavaðli og farið yfir á tíma. Ég var sem sagt að greina frá flóðaverkefninu sem ég hef ötulega unnið í síðastliðna mánuði og útskýra hvaða gögnum er aflað og hvernig.

Svo keypti ég mér nýja tölvu um daginn, síðast keypti ég mér tölvu í maí 2003 þannig að tími var til kominn að endurnýja þó svo að sú gamla sé enn vel nothæf. Ég keypti mér turn að þessu sinni (því sú gamla er fartölva og enn vel nothæf). Hún er hugsuð svo meira sem media center þegar ég kem til með að kaupa mér nýtt HD sjónvarp og geta bæði vafrað á netinu og horft á videó í sjónvarpinu í gegnum tölvuna.

Að lokum þá langar mig að birta hér handrit af fyrsta flóðakortinu sem ég hef verið að vinna í. Ég er mjög stoltur af þessu þannig að allar óviðeigandi athugasemdir sem kunna að berast verður umsvifalaust eytt!





fimmtudagur, október 11, 2007

Til hamingju Reykvíkingar með að vera lausir við Sjálfstæðisflokkinn úr stjórn borgarinnar. Lýðræðið hefur náð fram að ganga en það má við þetta tækifæri rifja það upp að eftir síðustu kosningar mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur meirihluta með minnihluta atkvæða (ef fólk vill leggja saman tölurnar þá eru þær að finna hér http://www.kosningar.is/sveitarfelog/0000/urslit/nr/2793).

Verst þykir mér að Bingi fylgi með í pakkanum "necessary evil" eins og menn segja á slæmri íslensku. Hann virðist þó ekki fá að koma meira nálægt OR. Ég vona að allt söluferlið á REI verði stöðvað hið snarasta og tekið til gagngerrar endurskoðunar með það að leiðarljósi að tryggja hagsmuni almennings og eignarrétt þjóðarinnar á orkuauðlindunum. Ég treysti Samfylkingunni vel fyrir því og vona að lagafrumvarpið sem Össur er að leggja fram verði traust og sanngjarnt plagg.

Aftur til hamingju, ég get ekki annað en glaðst á þessum degi.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?