<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Halló halló, ég er sumsé enn á lífi og í fullu fjöri. Lítið að frétta héðan frá OS, kannski helst að það var keyrt á bílinn minn þar sem hann stóð úti á plani fyrir aftan Orkustofnun. Sá þetta þegar ég kom út eftir daginn og framdyrnar hægra megin eru allar krambúleraðar. Viðkomandi hefur sem sagt keyrt á mig og stungið af, óþolandi skítapakk þessir íslendingar margir hverjir.

Hef tekið eftir því að umferðarmenningin hérna er óþolandi miðað við önnur lönd sem ég hef keyrt í. Sem dæmi má nefna þegar fólk skiptir um akreinar, fólk virðist halda að stefnuljós séu bara skraut. Svo er líka óþolandi hvernig íslendingar verða alltaf að reyna að þröngva sér fram fyrir þegar þeir skipta um akrein, gefa allt í botn og svína svo fram fyrir mann þó að nóg sé plássið fyrir aftan mann. Þegar ég sé að einhver er að fara að gera þetta við mig þá er ég farinn að gefa í líka bara til þess að gera þeim lífið leitt. Það er nóg pláss fyrir aftan mig skussi, hunskastu bara til að fara í röðina eins og allir hinir!

Ég er pirraður í dag, skal játa það. Var vakinn upp klukkann 7 í morgun af geltandi gólfmottu í næsta garði (ekki í fyrsta sinn). Þessi hundur virðist ekki geta farið út að míga án þess að gelta á hvert einasta laufblað sem fýkur um. Svo var endalaust tölvuvesen í vinnunni í dag, hvert einasta forrit sem ég reyndi að nota hrundi eða blikkaði á mig með stórum stöfum "ERROR".

Ég ætla að drífa mig bara undir sæng og leggja mig, það er að koma týpísk íslensk lægð með roki og rigningu.......frábært :)



This page is powered by Blogger. Isn't yours?