<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Er ekki kominn tími til að láta í sér heyra? Ég vona að allir hafi haft það gott um jólin og áramótin, hlakka til að hitta ykkur öll á nýja árinu.

Ekki mikið í fréttum, var að koma af fundi í Dublin í gær (fundurinn sem átti að vera í Brussel). Það gafst nú ekki mikill tími til að túristast en gat þó kíkt á svo sem einn kastala og eina dómkirkju. Dublin virðist bara vera alveg ágætlega kammó borg. Var líka gaman að komast aftur á slóðir forfeðranna, nóg af rauðhærðum þarna úti sko :)

Mikið rosalega fer þetta asnalega bann við vökvum og dóti í taugarnar á mér, þurfti að henda heilli túbu af tannkremi af því að hún var 125ml en ekki 100ml að hámarki. Þetta er víst út af því að það þarf að lágmarki 100ml eða eitthvað af einhverju til að mixa sprengju. En það má samt taka fullt af 100ml drasli með sér eins og það sé ekki alveg hægt að blanda það.

Ég skil ekki þessa vitleysu og held að öryggisliðið á vellinum geri það ekki heldur því það hafði miklar áhyggjur af umbúðunum og yppti bara öxlum þegar ég spurði hvort það ætti ekki frekar að hafa áhyggjur af innihaldinu. Skal alveg játa það að þetta stórhættulega hárgel sem ég nota er ábyggilega bráðeldfimt.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?