<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 17, 2008

Ég held að við getum hætt að tala um mjúkar lendingar í íslenska hagkerfinu því að krónan er í frjálsu falli en það gleymdist að festa á hana fallhlíf. Það verður kraftaverk ef þjóðin getur kraflað sig upp úr þessum pytti sem sjálfstæðisflokkurinn og frjálshyggjan hafa grafið okkur á síðustu 8 árum.

Ef Seðlabankinn (lesist íslenskur almenningur) á nú að hlaupa undir bagga með bönkunum í formi neyðarlána eða nokkurra annarra afskipta þá hætti ég að borga skatta og sit frekar í skattafangelsi í nokkurn tíma á meðan íbúðaverð fer lækkandi :)

Ég vann ekki hörðum höndum fyrir þessum peningum til þess að þeir væru svo muldir undir útrásarvíkinga sem koma svo vælandi í pilsfaldinn á hinu opinbera þegar eitthvað bjátar á.



sunnudagur, mars 09, 2008

Sæli nú, nei ég er kannski ekki alveg hættur þessu bloggeríi eins og komist var að orði en heldur dregið úr kraftinum.

Lítið í fréttum og solleiðis þannig að mér dettur ekkert í hug að skrifa um. Það er þá bara kannski helst eitthvað vinnutengt sem enginn nennir að lesa um heldur :)

Fór í 6 daga vinnuferð austur í skaftárdal og nágrenni í síðustu viku, brjálæðislega erfið vinna og engin þægindi skal ég segja ykkur. Fallegt samt sem áður auk þess sem ég fékk að skella mér á vélsleða sem ég hafði ekki gert áður. Læt fylgja hér mynd úr ferðinni.





This page is powered by Blogger. Isn't yours?