<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 10, 2008

Ég er nú ekki mikið að lesa Vanity Fair (alveg satt) en ég rakst á link á grein í þessu riti á síðum internetsins og þessi grein er alveg brilliant og hittir naglann beint á höfuðið. Þar eru raktar helstu ástæður þess að Bandaríkin eru nú í fjármálakreppu sem ekki sér fyrir endan á.

Capitalist Fools
http://www.vanityfair.com/magazine/2009/01/stiglitz200901

Eins og einhver sagði þar sem ég fann þennan link, það þyrfti að láta ríkisstjórnina (og reyndar bankamenn) lesa þessa grein og fara á námskeið hjá rithöfundinum.



mánudagur, desember 08, 2008

Það er aldeilis auglýsingaherferðin sem er sett á svið núna varðandi gengi krónunnar. Ég vona að fólk sé nógu skynsmat til að sjá í gegnum þetta. Þessi styrking krónunar er handvirk styrking af því að þeir einu sem eru eitthvað að versla með krónur eru Seðlabankinn og Ríkisbankarnir innbyrðis.

Hið raunverulega gengi krónunnar mun aldrei koma í ljós fyrr en þessum gjaldeyrishöftum verður aflétt og þá er ég hræddur um að það verði nær því sem Evrópski Seðlabankinn hefur skráð eða 1 evra = 290 kr.

Ekki sofna á verðinum, höldum áfram að mótmæla og láta í okkur heyra. Burt með spillinguna og burt með eiginhagsmunagæslu hæstráðenda í stjórnmála- og viðskiptalífinu.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?