<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 10, 2008

Ég er nú ekki mikið að lesa Vanity Fair (alveg satt) en ég rakst á link á grein í þessu riti á síðum internetsins og þessi grein er alveg brilliant og hittir naglann beint á höfuðið. Þar eru raktar helstu ástæður þess að Bandaríkin eru nú í fjármálakreppu sem ekki sér fyrir endan á.

Capitalist Fools
http://www.vanityfair.com/magazine/2009/01/stiglitz200901

Eins og einhver sagði þar sem ég fann þennan link, það þyrfti að láta ríkisstjórnina (og reyndar bankamenn) lesa þessa grein og fara á námskeið hjá rithöfundinum.mánudagur, desember 08, 2008

Það er aldeilis auglýsingaherferðin sem er sett á svið núna varðandi gengi krónunnar. Ég vona að fólk sé nógu skynsmat til að sjá í gegnum þetta. Þessi styrking krónunar er handvirk styrking af því að þeir einu sem eru eitthvað að versla með krónur eru Seðlabankinn og Ríkisbankarnir innbyrðis.

Hið raunverulega gengi krónunnar mun aldrei koma í ljós fyrr en þessum gjaldeyrishöftum verður aflétt og þá er ég hræddur um að það verði nær því sem Evrópski Seðlabankinn hefur skráð eða 1 evra = 290 kr.

Ekki sofna á verðinum, höldum áfram að mótmæla og láta í okkur heyra. Burt með spillinguna og burt með eiginhagsmunagæslu hæstráðenda í stjórnmála- og viðskiptalífinu.laugardagur, október 18, 2008

Mögnuð mynd sem ég mæli með að fólk horfi á og íhugi í ljósi þess sem er að gerast í fjármálaheiminum í dag og hvert við, sem mannkynið, stefnum í framtíðinni.

http://www.zeitgeistmovie.com/

"We work not to aquire wealth but to better ourselves and mankind. With a monetary society we can never be free"

þriðjudagur, september 30, 2008

Úff hvað það er leiðinlegt að hafa rétt fyrir sér í þessum efnum. Ef þið eigið sparifé í bönkunum þá ráðlegg ég ykkur að dreifa því þannig að þið séuð undir þessum tæpu 3millum sem eru tryggðar hjá hverjum. Ef þið eruð svo heppin að eiga mikið sparifé og það eru ekki nógu margir bankar til að dreifa á takið afganginn út sem reiðufé og geymið í öryggishólfi.

Gengisvísitala krónu: 197 (-5,3%)
Hlutabréfavísitala: 3396 (-16,59%)
Verðbólga: 14% (og vaxandi sjá gengisvísitölu)
Stýrivextir: 15,5%
Staða þjóðarbúsins við útlönd: -2500milljarðar (fer hækkandi með verðfalli á erlendum eignum)

We are in for a rough ride and the last one out gets stuck with the bill.mánudagur, september 29, 2008

Miðnæturfundur í Seðlabankanum með formönnum allra flokka. Eitthvað stórt er að gerast, óttast að mánudagurinn verði svo sannarlega til mæðu.þriðjudagur, júlí 08, 2008

Hvaða leti er þetta í manni, langt langt á milli færslna hérna. Annars er lítið að frétta nema það kannski helst að ég er búinn að fjárfesta í glæsilegum gítar og er byrjaður að reyna að glamra eitthvað á hann.

Er langt í frá spilandi en hef þó getað spilað byrjunar stefið í laginu Enter Sandman með Metallica. Mér er líka illt í puttunum og er hálf dofinn í fingurgómunum, sérstaklega óhentugt þegar maður reynir að bora í nefið. Hef enga tilfinningu fyrir því hvað ég er að gera þarna uppi og það getur verið varasamt.

Það stefnir í ekkert sumarfrí hjá mér í ár en er að spá í að nýta orlofið mitt í haust og kíkja þá eitthvað af landi brott. Kannski Ástralíu ef krónurnar mínar verða ekki orðnar of verðbólgnar.miðvikudagur, maí 21, 2008

Pöpullinn vill nýtt blogg og eitthvað í léttari kantinum. Alræt ..... er að fara að skella mér til Svíþjóðar í viku, business og plesure ferð. Fer á föstudaginn og eyði degi í Stokkhólmi en fer svo í heimsókn til Ellans í Vasteras þar sem sá góði maður stundar nám (var að senda þér email þannig að þú mátt lesa það við fyrsta tækifæri).

Á mánudeginum tekur svo við fundarseta næstu 3 daga í tengslum við GIS og vatnafarsgögn í Nörrkoping. Það verður eflaust nóg að gera en vonast til að geta skoðað mig eitthvað um líka.

Annars er bara búið að vera nóg að gera í ákveðnu verkefni sem ég þurfti að klára áður en ég fór út og hafðist það núna í dag en á eftir að fínpússa þetta aðeins á morgun.

Sum sé ég er á leið í sólina í Svíþjóð og mun væntanlega styðja vel við bakið á hinni sænsku Charlotte í júróvísjón ef að ísland dettur út.This page is powered by Blogger. Isn't yours?